Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 92
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA
248. Til að fá fram skýrari aðgreiningu á milli uppeldisflokkanna fjögurra var þeim
unglingum sem mátu foreldra sína í miðjuþriðjunginn á annarri eða báðum upp-
eldismælingunum „samheldni" og „stjórnun" sleppt í tölfræðilegri úrvinnslu (sjá
Lamborn o.fl. 1991). Ein afleiðing þess að unglingunum er skipt í hópa eftir þriðj-
ungum í stað þess að nota fyrirfram ákveðin tölugildi á breytunum „samheldni" og
„stjórnun" til að skipa í uppeldisflokka er sú að flokkunin verður bundin við þetta
úrtak. Þannig gæti unglingur sem telst búa við leiðandi uppeldishætti í þessu úrtaki
flokkast eilítið öðruvísi í öðru úrtaki.
Viöurkenning (12 spurningar, M=0,80, SD=0,11, Spönn: 0,44-1,00, alfa=0,68) met-
ur hvernig foreldrar virða skoðanir unglinganna, tilfinningar og athafnir. Dæmi um
spurningar eru: Hvað af eftirtöldu á oftast við um föður þinn? (sambærilegar spum-
ingar fyrir móður); (1) Hann lætur mig sjálfa(n) skipuleggja það sem mig langar til
að gera, (2) Hann verður óvingjarnlegur og kuldalegur við mig ef ég geri eitthvað
sem er honum á móti skapi. Möguleg svör voru: Oftast rétt, oftast rangt. Þættinum
var tvískipt þannig að unglingamir sem fengu gildi á og fyrir neðan miðgildi
töldust lágir á „viðurkenningu" en hinir háir.
Fylgni milli stjórnunar og samheldni var r=0,43, p<0,01, stjómunar og viður-
kenningar r=0,07, p<0,05, og milli samheldni og viðurkenningar r=0,28, p<0,01.
Þessar fylgnitölur gefa til kynna að þrátt fyrir nokkur tengsl á milli hugsmíðanna
mæla þau mismunandi uppeldishætti (Anastasi 1990).
Spurt var um reykingar foreldra: Hversu oft reykir móðir þín/faðir þinn? Möguleg
svör voru: Aldrei, stundum, oft. Reykingum foreldra var skipt í tvennt: (1) Foreldr-
ar reykja ekki (ef hvorugt foreldri reykti) og (2) Foreldrar reykja (ef a.m.k. annað
foreldri reykti stundum eða oft).
Reykingar vina voru athugaðar með spurningunni: Hversu oft reykja nánustu
vinir þínir? Möguleg svör voru: Aldrei, stundum, oft. Reykingum vina var skipt í
tvennt: (1) Vinir reykja ekki (ef nánustu vinir reyktu aldrei) og (2) Vinir reykja (ef
nánustu vinir reyktu stundum eða oft).
Rannsóknarsnið og tölfræðileg úrvinnsla
í fyrri athugunum á þeim gögnum sem hér er unnið með kom fram að hlutfallslega
fleiri stúlkur en piltar reyktu daglega þegar þau voru 14 ára (Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir o.fl. 1997). Þessi munur kom ekki fram á stúlkum og piltum við 15 og 17 ára
aldur. Ekki kom fram munur á reykingum unglinganna eftir stéttarstöðu foreldra
(tvískipt breyta). Börn háskólamenntaðra foreldra voru jafnlíkleg til að reykja og
börn verkafólks. Ekki skipti heldur máli í tilviki pilta hver fjölskyldugerð þeirra var
en stúlkur reyktu síður ef þær bjuggu heima hjá móður og föður en ef þær bjuggu
við aðra fjölskyldugerð (tvískipt breyta). Samvirkni á milli þessara bakgrunns-
breytna og þeirra frumbreytna sem hér er unnið með kom ekki fram og var þeim
því sleppt í úrvinnslu.
Fylgibreytur rannsóknar voru tvær: Daglegar reykingar unglinga við 14 ára ald-
ur og daglegar reykingar unglinga við 17 ára aldur. Frumbreytur voru: 1) Uppeldis-
flokkar, 2) Viðurkenning, 3) Reykingar foreldra og 4) Reykingar vina, allt mælt við
14 ára aldur.
90