Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 92

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 92
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA 248. Til að fá fram skýrari aðgreiningu á milli uppeldisflokkanna fjögurra var þeim unglingum sem mátu foreldra sína í miðjuþriðjunginn á annarri eða báðum upp- eldismælingunum „samheldni" og „stjórnun" sleppt í tölfræðilegri úrvinnslu (sjá Lamborn o.fl. 1991). Ein afleiðing þess að unglingunum er skipt í hópa eftir þriðj- ungum í stað þess að nota fyrirfram ákveðin tölugildi á breytunum „samheldni" og „stjórnun" til að skipa í uppeldisflokka er sú að flokkunin verður bundin við þetta úrtak. Þannig gæti unglingur sem telst búa við leiðandi uppeldishætti í þessu úrtaki flokkast eilítið öðruvísi í öðru úrtaki. Viöurkenning (12 spurningar, M=0,80, SD=0,11, Spönn: 0,44-1,00, alfa=0,68) met- ur hvernig foreldrar virða skoðanir unglinganna, tilfinningar og athafnir. Dæmi um spurningar eru: Hvað af eftirtöldu á oftast við um föður þinn? (sambærilegar spum- ingar fyrir móður); (1) Hann lætur mig sjálfa(n) skipuleggja það sem mig langar til að gera, (2) Hann verður óvingjarnlegur og kuldalegur við mig ef ég geri eitthvað sem er honum á móti skapi. Möguleg svör voru: Oftast rétt, oftast rangt. Þættinum var tvískipt þannig að unglingamir sem fengu gildi á og fyrir neðan miðgildi töldust lágir á „viðurkenningu" en hinir háir. Fylgni milli stjórnunar og samheldni var r=0,43, p<0,01, stjómunar og viður- kenningar r=0,07, p<0,05, og milli samheldni og viðurkenningar r=0,28, p<0,01. Þessar fylgnitölur gefa til kynna að þrátt fyrir nokkur tengsl á milli hugsmíðanna mæla þau mismunandi uppeldishætti (Anastasi 1990). Spurt var um reykingar foreldra: Hversu oft reykir móðir þín/faðir þinn? Möguleg svör voru: Aldrei, stundum, oft. Reykingum foreldra var skipt í tvennt: (1) Foreldr- ar reykja ekki (ef hvorugt foreldri reykti) og (2) Foreldrar reykja (ef a.m.k. annað foreldri reykti stundum eða oft). Reykingar vina voru athugaðar með spurningunni: Hversu oft reykja nánustu vinir þínir? Möguleg svör voru: Aldrei, stundum, oft. Reykingum vina var skipt í tvennt: (1) Vinir reykja ekki (ef nánustu vinir reyktu aldrei) og (2) Vinir reykja (ef nánustu vinir reyktu stundum eða oft). Rannsóknarsnið og tölfræðileg úrvinnsla í fyrri athugunum á þeim gögnum sem hér er unnið með kom fram að hlutfallslega fleiri stúlkur en piltar reyktu daglega þegar þau voru 14 ára (Sigrún Aðalbjarnar- dóttir o.fl. 1997). Þessi munur kom ekki fram á stúlkum og piltum við 15 og 17 ára aldur. Ekki kom fram munur á reykingum unglinganna eftir stéttarstöðu foreldra (tvískipt breyta). Börn háskólamenntaðra foreldra voru jafnlíkleg til að reykja og börn verkafólks. Ekki skipti heldur máli í tilviki pilta hver fjölskyldugerð þeirra var en stúlkur reyktu síður ef þær bjuggu heima hjá móður og föður en ef þær bjuggu við aðra fjölskyldugerð (tvískipt breyta). Samvirkni á milli þessara bakgrunns- breytna og þeirra frumbreytna sem hér er unnið með kom ekki fram og var þeim því sleppt í úrvinnslu. Fylgibreytur rannsóknar voru tvær: Daglegar reykingar unglinga við 14 ára ald- ur og daglegar reykingar unglinga við 17 ára aldur. Frumbreytur voru: 1) Uppeldis- flokkar, 2) Viðurkenning, 3) Reykingar foreldra og 4) Reykingar vina, allt mælt við 14 ára aldur. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.