Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 93
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON
Til þess að athuga hvort rannsóknarúrtak (N=642) og úrtak þeirra sem féllu í
uppeldisflokkana fjóra (N=248) væru ólík var hlutfallsleg skipting þeirra eftir kyni
og öðrum frumbreytum (viðurkenningu, reykingum foreldra og reykingum vina)
athuguð. Eins og sjá má í Töflu 1 kemur aðeins fram munur á reykingum vina í
þessum úrtökum (z=l,97, p<0,05), en svo virðist sem hærra hlutfall unglinga í upp-
eldisflokkunum fjórum eigi vini sem reykja en í heildarúrtakinu.
Tafla 1
Samanburður á hlutfallslegri skiptingu rannsóknarúrtaks (N=642)
og úrtaks þeirra sem röðuðust í uppeldisflokkana fjóra (N=248)
eftir kyni, reykingum foreldra og vina og viðurkenningu
Fjöldi Fjöldi Marktekt
642 248
(%) (%)
Kyn
Strákur 44 42
Stelpa 56 58
Reykingar foreldra
Reykja ekki 49 46
Reykja 51 54
Reykingar vina
Reykja ekki 79 73 X-
Reykja 21 27 X-
Viðurkenning
Há 49 46
Lág 51 54
* p<0,05
Unnið var úr gögnunum í tvennu lagi. Annars vegar voru tengsl mælinga á upp-
eldisháttum og reykingum foreldra og vina athuguð árið 1994 (þegar unglingarnir
eru 14 ára gamlir). Hins vegar var athugað hvort mælingar á uppeldisháttum og
reykingum foreldra og vina þegar unglingar voru 14 ára gamlir spáðu fyrir um
hvort unglingar, sem ekki reyktu 14 ára, reyktu við 17 ára aldur.
Aðhvarfsgreining hlutfalls (logistic regression) var notuð til að kanna hvort
uppeldishættir og reykingar foreldra og vina tengdust reykingum unglinganna
þegar áhrifum annarra breytna líkansins var stjórnað, bæði við 14 ára aldur og þeg-
ar spáð var fyrir um hvort þeir unglingar reyktu við 17 ára aldur sem ekki reyktu
14 ára.
91