Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 98

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 98
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA Athygli vekur enn fremur að jafn hátt hlutfall unglinga sem ekki reykti 14 ára byrjar að reykja á aldrinum 15-17 ára úr hópi þeirra sem búa við skipandi og af- skiptalausa uppeldishætti. Reykingum unglinga skipandi foreldra svipar þannig til reykinga unglinga afskiptalausra foreldra í samanburði við þá sem búa við leiðandi uppeldishætti. Þessi niðurstaða er áhugaverð þar sem Baumrind (1991a, 1991b) og Lamborn og félagar (1991) komast að því að skipandi foreldrum gangi ásamt leið- andi foreldrum hvað best að forða unglingum sínum frá vímuefnaneyslu. Þar sem Baumrind og Lamborn og félagar tóku tóbak, áfengi og vímuefni saman í eina vímuefnabreytu gæti þessi niðurstaða okkar bent til þess að áhrif ólíkra uppeldis- hátta á reykingar unglinga séu ekki þau sömu og á áfengi og önnur vímuefni. Sú spurning vaknar hvort unglingar skipandi foreldra hér á landi sýni með reykingum sínum ákveðinn mótþróa gegn ráðríki foreldra sinna, mótþróa gegn lítt rökstudd- um boðum og bönnum þeirra. Auk þeirra uppeldishátta sem hér hefur verið greint frá var athugað hvort tengsl kæmu fram á milli reykinga unglinga og þess hvort þeir töldu foreldra sína viðurkenna þá sem persónur með því að virða skoðanir þeirra, tilfinningar og athafnir (uppeldishátturinn viðurkenning). Þeir unglingar sem lýstu foreldrum sínum sem jákvæðum að þessu leyti voru ólíklegri til að reykja en hinir. Þessi til- hneiging kom fram bæði á meðal 14 ára unglinga og í hópi þeirra 17 ára unglinga sem ekki reykti 14 ára, hvort sem foreldrar eða vinir þeirra reyktu eða ekki og óháð uppeldisflokkunum fjórum. Reykingar vina tengjast reykingum unglinganna sterkar en reykingar foreldra við 14 ára aldur. Fjórtán ára unglingur, sem á náinn vin sem reykir, er mun líklegri til að reykja en sá sem ekki á náinn vin sem reykir. Þessi niðurstaða um sterkari tengsl reykinga vina en reykinga foreldra við reykingar unglinga er í samræmi við niðurstöður margra rannsókna (Conrad o.fl. 1992, Biglan o.fl. 1995). Öll sagan er þó ekki sögð. Þegar við fylgjum þeim 14 ára unglingum eftir sem ekki reykja, kemur í ljós að reykingar vina þeirra við 14 ára aldur gefa ekki vís- bendingu um hvort þeir hafi byrjað að reykja við 17 ára aldur. Ástæða þessa er líklega sú að mjög fáir unglingar sem ekki reykja 14 ára eiga nána vini sem reykja. Reykingar foreldra við 14 ára aldur unglinganna spá hins vegar fyrir um reykingar unglinganna við 17 ára aldur. Sá 14 ára reyklausi unglingur, sem á foreldri sem reykir er líklegri til að vera byrjaður að reykja við 17 ára aldur en sá sem á foreldri sem ekki reykir. Þannig geta reykingar foreldra spáð betur fram í tímann um reyk- ingar unglings en reykingar vina. Þessar niðurstöður virðast nýlunda í rannsóknum á tengslum reykinga foreldra og vina við reykingar unglinga og eru þær því mikil- vægt framlag til rannsókna á þessu sviði. Ofangreindar niðurstöður gefa tilefni til nokkurra ályktana um forvarnarstarf. í fyrsta lagi virðast áhrif vinahópsins vera bæði mikil og fljótvirk. Ef reyklaus unglingur tengist hópi sem reykir eru miklar líkur á því að hann byrji sjálfur að reykja og það mjög fljótlega. Oft reynist foreldrum erfitt að spyrna við fótum ef unglingur þeirra er kominn í hóp unglinga sem reykir og það ætti að vera hvatning til foreldra um að sinna forvarnarstarfi með tilteknum uppeldisháttum og hefja það snemma á uppvaxtarárum barnsins. Niðurstöður okkar benda til þess að það geri 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.