Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 99
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON
þeir m.a. með því að tileinka sér leiðandi uppeldishætti, sem fela í sér að mörk eru
sett, þau útskýrð og rædd með tilliti til sjónarmiða bæði barnanna og foreldranna.
Foreldrar geta það einnig með því að viðurkenna barnið sem persónu sem felst í
því að virða skoðanir þess, tilfinningar og athafnir, og vera því góð fyrirmynd með
því að nota ekki tóbak.
í öðru lagi virðist forvarnargildi upplýsinga um reykingar vina takmarkað, sér-
staklega þegar til lengri tíma er litið. Vegna þess hve fljótt reykingar virðast
breiðast út í vinahópum hafa upplýsingar um að vinir unglings reyki ekki takmarkað
gildi. Þótt unglingurinn sé í reyklausum félagsskap getur það breyst á skömmum
tíma. Af þessum sökum eru upplýsingar um reykingar vina ekki vel til þess fallnar
að greina áhættuhópa fram í tímann hjá þeim unglingum sem eru í reyklausum
félagsskap. Uppeldishættir og reykingar foreldra eru hins vegar þættir sem eru
líklegri til að vera langvinnir en reykingar vina. Upplýsingar um þá þætti hafa því
meira gildi í forvarnarvinnu en upplýsingar um reykingar vina. Hægt er að athuga
þá fyrr, jafnvel um 11-12 ára aldur, og finna þannig þá unglinga sem eru í sérstök-
um áhættuhópi og vinna að forvörnum með þeim.
í forvarnarstarfi þarf að sjálfsögðu að vinna á ýmsum vettvangi að margvís-
legum úrræðum. Þau sterku tengsl, sem fram koma í rannsókninni á milli reykinga
unglinga annars vegar og uppeldishátta og reykinga foreldra hins vegar, minna á
hve brýnt er að leita leiða til að upplýsa foreldra um eðli og gildi leiðandi uppeldis-
hátta og horfa ekki fram hjá líkum á því að barn þeirra fari að reykja ef þeir reykja
sjálfir. Varla þarf að taka fram að ekki er tryggt að barnið byrji ekki að reykja þótt
það búi við leiðandi uppeldishætti og foreldri reyki ekki. Tóbaksreykingar og önn-
ur áhættuhegðun unglinga er afleiðing flókins samspils margra þátta sem sumum
hverjum er erfitt að stjórna. Rannsókn okkar sýnir aðeins að líkurnar eru minni á
því að unglingurinn byrji að reykja ef hann býr við ofangreindar aðstæður.
Heimildir
Anastasi, A. 1990. Psychological Testing. New York, Macmillan.
Baumrind, D. 1971. Current patterns of parental authority. Developmental Psychology
Monograph 4:1-103.
Baumrind, D. 1991a. The influence of parenting style on adolescent competence and
substance use. journal ofEarly Adolescence 11:56-95.
Baumrind, D. 1991b. Parenting styles and adolescent development. The Encyclopedia
of Adolescence (ritstj. R. M. Lerner, A. C. Petersen og J. Brooks-Gunn), bls.
746-758. New York, Garland.
Bertrand, L. D. og T. J. Abernathy. 1993. Predicting cigarette smoking among ado-
lescents using cross-sectional and longitudinal approaches. Journal of School
Health 63:100-105.
Biglan, A., T. E. Duncan, D. V. Ary og K. Smolkowsky. 1995. Peer and parental
influences on adolescent tobacco use. Journal of Behavioral Medicine 18:4.
Conrad, K. M., B. R. Flay og D. Hill. 1992. Why children start smoking cigarettes.
Predictors of onset. British Journal of Addiction 87:1711-1724.
97