Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 12
taka upp samninga við það um nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fiskistofnunum á þessum svæðum. Strandríkjum heimilaðar einhliða ráðstafanir. Og enn lengra er gengið til móts við hagsmuni strand- ríkisins í samningnum en hér hefur verið rakið. Neiti ríkin, sem fiskveiðar stunda á svæðunum utan land- helgi strandríkisins að gera samkomulag um verndarráð- stafanir, er strandríkinu heimilað að gera einhliða ráð- stafanir þær, sem það telur nauðsynlegar til að vernda fiskistofnana. Er hér augljóslega um mjög mikilvæga heimild að ræða fyrir strandrikið, einskonar löggildingu sjálfsvarnarréttarins í þessum efnum. Dregur það ekki úr mikilvægi þessa ákvæðis, sem er nýmæli á sviði þjóða- réttarins, að einhliða ráðstafanir strandríkisins verða að vera reistar á vísindalegum niðurstöðum, þær séu ekki vil- hallar gagnvart erlendum fiskimönnum, og þeirra sé brýn þörf. Taka ráðstafanirnar gildi, þótt öll ríki önnur, sem fiskveiðar stunda á hlutaðeigandi hafsvæðum, mótmæli þeim og halda þær gildi sínu, nema fyrrgreind dómnefnd komist að þeirri niðurstöðu, að þær séu ekki á rökum reistar. Ekki þarf mörgum orðum að því að eyða hvert gildi þetta ákvæði hefur fyrir hagsmuni strandríkisins, fvrir ríki sem standa í svipuðum sporum og við Islendingar í dag. í því felst veigamikil takmörkun á reglunni um óskorað fiskveiðifrelsi utan landhelginnar, enda vöktu til- lögurnar um þessa nýju réttarstöðu sti-andrikis miklar deilur á Genfarráðstefnunni. Hér hefur nú, eftir að samn- ingurinn tók gildi, verið opnuð leið fyrir þjóðir, sem óþolinmóðar eru orðnar á að bíða eftir alþjóðlegu sam- þykki um fiskiverndunarráðstafanir, til þess að grípa til sinna eigin ráða, loka veiðisvæðum, takmarka sóknina eða tegundir veiðarfæra, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ef við rennur huganum aflur til áranna eftir styrjöld- ina hefði okkur Islendingum verið kleift á grundvelli 10 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.