Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 19
muni fást um það á alþjóðavettvangi að fara aðra hvora síðarnefndu leiðina, eða hvort látið verður sitja við svip- að ástand og verið hefur og treyst á hægfara þróun gild- andi þjóðréttarreglna. Hæpið er að slik hægfara þróun yrði okkur Islendingum til hags í þessum efnum. Æði langt er í alþjóðasamkomulag um ný takmörk fiskveiði- landhelginnar. Og þrátt fyrir ákvæði Genfarsamningsins verðum við að hafa það í huga, að þau eru ekki bindandi fyrir þau ríki, sem þar gerast ekki aðilar meðan ekki verður talið, að reglur hans séu orðnar hluti hins almenna þjóðaréttar. Og enn skortir í samfélagi þjóðanna það lög- gæzluvald, sem nauðsynlegt er til þess að hindra, að jafn- vel viðurkenndir alþjóðasamningar séu brotnir. Þess vegna væri réttarþróun sú til ólíkt meiri hags fyrir okk- ur og ýmis önnur fiskveiðilönd, sem færi i þá átt, að strandrikið hlyti takmarkaða lögsögu yfir landgrunns- fiskimiðunum, gæti þar ráðið friðunarreglum einhliða og nyti þar forgangsréttar um nýtingu fiskimiðanna. Að sliku fyrirkomulagi hníga sterk sanngirnisrök, þegar í hlut eiga þjóðir sem íslendingar og þær aðrar, sem byggja útflutning sinn svo mjög á sjávarafurðum. Það er mjög takmarkaður hópur, og þvi eru meiri líkur til þess, að sjónarmið hans hljóti viðurkenningu en ella væri. Kom það í ljós á Genfarráðstefnunni 1958, að 30 ríki greiddu þar atkvæði till. Islands um að taka bæri tillit til sérstöðu þeirra rikja, sem byggðu afkomu sína á fiskveiðum. Ekki liggur fyrir nákvæm skilgreining á því hver er fjöldi slikra ríkja, en í þeim hópi eru auk Islands, Færeyjar, Grænland, Norður-Noregur og aðeins fáein önnur. Er nauðsynlegt í frekari sókn þessa máls að miða hér við fasta markalínu, sem tekur af öll tvímæli um það hve mörg þau ríki eru, sem geta á sanngirnisgrundvelli gert þá kröfu á alþjóðavettvangi, að sérstakar réttarreglur hljóti viðurkenningu um lögsögu þeirra yfir þeim fiski- miðum, sem næst landhelgi þeirra liggja. Svo eitthvert Tímarit lögfræðinga 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.