Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 34
Úrskurð um geðrannsókn má kæra til Hæstaréttar, hvort sem gæzluvarðhaldi hefur verið beitt eða ekki, sbr. 1. tölulið 172. gr. 1. 82/1961. Ég hef ekki fundið nema eitt kærumál út af úrskurði um gæzluvarðhald og geðrann- sókn. En þar var kært með stoð í 3. tölulið 172. gr„ sem miðast við gæzluvarðhaldið eingöngu, sbr. Hrd. XXXVIII, 100. Stundum er látið nægja samþykki söku- nautar sjálfs. Ætti það yfirleitt að vera óhætt, nema hann sé sviptur sjálfræði. Mér telst svo til, að Hæstiréttur hafi á umræddu tíma- bili fengið til meðferðar 33 refsimál, þar sem geðrann- sókn var látin fara fram við meðferð máls í héraði eða Hæstarétti (eða fyrir báðum dómstigum). Þar undir falla ekki lögræðissviptingarmál, þótt með þau sé farið að hætti opinberra mála. Enn fremur eru undan skilin 3 mál, þar sem að vísu var gerð rannsókn ó geðheilsu í sam- bandi við sakadómsrannsókn. 1 tveimur þeirra var krafizi bóta vegna gæzluvarðhalds og geðrannsóknar að undan- genginni niðurfellingu máls af hálfu ákæruvalds. I einu fór fram geðrannsókn vegna kröfu um lausn úr farbanni. I þessum 33 málurn hafa 38 sakaðir menn sætt rannsókn, allt karlmenn. Af þessum 38 mönnum voru 33 sakfelldir, en hinum fimm var ekki gerð refsing. Fjórir þeirra töldust ósakhæfir, og hlutu þrír þeirra að sæta öryggisgæzlu. Hinn fimmti var sýknaður vegna sönnunarskorts. Refsing hinna sakfelldu var allt frá 2 mánaða til 16 ára fang- elsis. I einu tilfelli var dómur skilorðsbundinn (5 mánaða fangelsi). Samanlagður refsitími þeirra var 108 ár eða rúmlega 3 ár og 3 mán. til jafnaðar á hvern einstakan. Meðalaldur var rúmlega 31 ár, miðað við dómsuppsögu í héraði. Eftir aldursflokkum skiptust þeir svo: Á aldrinum 15—25 ára: 11 sakfelldir — 26—35 — : 14 -- — 36—45 — : 4 — Eldri en 45 ára: 4 — 32 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.