Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 36
um sig sjálfstæð og óháð hinni. 1 eitt skiptið var annar rannsóknaraðilinn sálfræðingur. 1 langflestum málunum var það yfirlæknirinn á Kleppsspitala eða annar embættis- læknir þar, er rannsóknina annaðist. I 7 málum komu aðrir við sögu, héraðslæknar, starfandi sérfræðingar í lauga- og geðsjúkdómum og fleiri. Þar á meðal eru áður- nefnd mál, þar sem tveir áttu hlut að máli. Rannsóknir embættislæknanna eru alla jafna mjög ítarlegar og taka alllangan tíma, frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Rannsóknir annarra lækna eru yfirleitt að miklum mun styttri, jafnvel aðeins vottorð án nokkurra skýringa. Hef- ur það tiðkazt nokkuð undanfarið að láta fara fram skyndiathuganir hjá praktíserandi geðlækni. Er slíkt fvrirkomulag til bóta, enda algengt, t. d. i Noregi. Skyndi- athugun getur vitaskuld leitt til ítarlegri rannsóknar. Þótt aðeins einum lækni sé falin geðrannsókn, nýtur hann þó oft aðstoðar annarra, t. d. sálfræðings, er framkvæmir sálfræðipróf á sökunaut. Ekki tíðkast að kalla geðlækna fyrir dóm til að stað- festa álitsgjörðir sínar og svara spurningum lögmanpa. Embættislæknum er óskvlt að koma fyrir dóm, sbr. 92. gr. 1. 82/1961. Stundum a. m. k. er leitað eftir því, að aðrir læknar komi fyrir dóm i þessu skyni, Ég hef aðeins rek- izt á eitt hæstaréttarmál, þar sem læknar, þ. á m. geð- læknir, komu fyrir sakadóm til skýrslugjafar um andlega heilsuhagi sökunautar. Það var þó ekki við efnislega með- ferð málsins, sbr. Hrd. XXX, 731. Nokkuð er það mismunandi, hvar sökunautur dvelst, meðan hann er í geðrannsókn. Oftast er úrskurðað i gæzluvarðhald. Er þá ýmist, að sökunautur er vistaður á sjúkrahúsi, venjulega Kleppsspítala, meðan á henni stend- ur, eða þá, að læknir athugar sökunaut á gæzlustað i fang- elsi; hér i Reykjavík í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stig. I einum 5 hæstaréttarmálum kemur beinlínis fram, að sökunautur dvaldist um tíma á Kleppsspítala, en það kann að bafa verið oftar. Til er það líka, ef ekki þykir stafa 34 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.