Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 4
mennings um þýðingu og nauðsyn réttaröryggis brenglist, og til þess getur
jafnvel komið fyrr eða síðar, að þeir verði of margir, sem viija einhvers konar
dómgæslu götunnar og gæta þess ekki, að mannréttindi eru meðal annars til
að vernda menn gegn ofurvaldi meirihlutans. Til að koma fram lagabreyting-
um á refsiréttarsviðinu, eins og á öðrum sviðum, eru sérstakar aðferðir aðrar
en skyndiaðgerðir eins og þær, sem til var gripið í þessu máli.
Umræða um dómsmál f dagblöðum er dauf hér á landi. Það er því þakkar-
vert, að þrír lagaprófessorar rituðu grein í dagblað og bentu á, að með undir-
skriftasöfnuninni, er hér hefir verið gerð að umræðuefni, væri farið inn á hættu-
lega braut. Mikil þörf er á, að umræðan verði meiri og að hún verði málefna-
leg. Mun þá vonandi svo fara, að langt verði að bíða næstu undirskrifía-
söfnunar, sem líkist þeirri, er hér hefur verið vikið að. 1 umræðunni á næst-
unni væri gott að fram kæmi hjá þeim, sem skil kunna á þessum fræðum, hvað
ráða megi af undirskriftatextanum um hugmyndir forgöngumannanna um þyng-
ingu refsinga og aukna beitingu gæsluvarðhalds, en þessar hugmyndir kunna
að bera vott um almenningsviðhorf, sem þyrftu að vera sem gleggst skýrð.
Þór Vilhjálmsson
Þetta hefti Tímarits lögfræðinga er 4. hefti árgangsins 1983 og kemur
það þó ekki út fyrr en í september 1984. Ritstjórinn vildi láta síðasta
heftið, sem hann vinnur að, fjalla um mannréttindi, en efnisöflun reynd-
ist seinleg. Er beðist velvirðingar á þessu. Athygli er vakin á, að f nokkr-
um greinum í heftinu er fjallað um atburði á árinu 1984. Þótti ekki ástæða
til að láta líta svo út, sem heftið kæmi út 1983, fyrst svo varð ekki f raun.
Fráfarandi ritstjóri vill nota þetta tækifæri til að þakka samvinnu við vel-
unnara tímaritsins og óska nýjum ritstjóra góðs gengis.
206