Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 58
II. 1. Sagt var, að mannréttindadómstólinn gæti ekki lagt fyrir . belgíska ríkið að fella úr gildi álögð agaviðurlög og refsidóma. 2. Kærendur leiddu rök að því, að þeir hefðu beðið fjártjón vegna þess, að réttindi þeirra til að stunda lækningar voru af þeim tekin ýmist fyrir fullt og allt eða í tiltekinn tíma. Orsakasamband var ekki talið vera milli brotsins í 6. gr. 1. mgr. sáttmálans og þessa tjóns og bótakröfu hafnað að þessu leyti. 3. Efnisdómur mannréttindadómstólsins var talinn koma í stað fé- bóta fyrir miska. 4. I sérstöku refsimáli var einum kærenda gert að greiða sekt. Það mál var rekið þannig, að 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans var virt. Bótakröfu hafnað að þessu leyti. 5. Fyrir héraðsráðum og áfrýjunarráði læknastéttarinnar var ekki gerð krafa um að málin væru rekin opinberlega og því var hafnað kröfu um bætur vegna kostnaðar við málareksturinn. 6. Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði hins vegar, að Belgía skyldi greiða kærendum bætur vegna málskostnaðar fyrir Hæstai'étti þar í landi og fyrir mannréttindanefnd og mannréttindadómstóli Evrópu. Niðurstaða: Bætur úrskurðaðar vegna málskostnaðar að hluta. I dómnum var vísað til 10 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 8. YOUNG, JAMES OG WEBSTER. 50. gr. (BÆTUR). Dómur 18. október 1982. Aðildarríki: Bretland. Málinu var vísað til mannréttindadómstólsins 14. maí 1980 af mannréttindanefndinni. Efn- isdómur var kveðinn upp 13. ágúst 1981 af mannréttindadómstólnum fullskipuðum. Þessi dómur um bætur var hins vegar uppkveðinn af deild 7 dómara. Kærendur höfðu verið starfsmenn bresku járnbrautanna. I samn- ingum við verkalýðsfélög lofaði ríkisfyrirtæki þetta að hafa ekki aðra menn í vinnu en þá, sem voru í tilteknum verkalýðsfélögum. Kærend- ur vildu ekki ganga í neitt þessara félaga og var þeim þá sagt upp störfum. Þetta var talið brot af hálfu breska ríkisins á 11. gr. mann- réttindasáttmálans. Þar segir m.a.: „Rétt skal mönnum að koma sam- an með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum.“ Kær- endur settu fram bótakröfu. 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.