Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 69
2. Óumdeilt var, að því skilyrði í 8. gr. 2. mgr. væri fullnægt, að röskun þurfi að hafa lögmætan tilgang. 3. Var röskunin „nauðsynleg“ í lýðfrjálsu þjóðfélagi? Hér er um að ræða skilyrði í 8. gr. 2. mgr. a) Almennt gildir, að við skýringu orðsins „nauðsynlegt“ hafa ríki visst matfrelsi, en ekki ótakmarkað. Röskun verður að svara til brýnna þjóðfélagsþarfa og má ekki ganga lengra en þarf vegna lögmæts mark- miðs, sem að er keppt. Skýra ber þröngt þau ákvæði mannréttindasátt- málans, sem heimila að rétti sé raskað. Taka ber tillit til þess, sem fylgir fangavist eftir venju og skynsamlegri þörf. Visst eftirlit þarf að vera með bréfaskiptum fanga, og er það ekki andstætt mannréttinda- sáttmálanum. b) Mannréttindadómstóllinn kannaði þær gerðir fangelsisyfirvalda, sem kærðar voru, á grundvelli ofangreindra meginreglna og atvika málsins. Niðurstaða: Brot nema varðandi 7 bréf. IV. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Kærendur byggðu einnig á því, að afskiptin af bréfunum væru brot á 10. gr„ sem fjallar um tjáningarfrelsi, en dómstóllinn taldi 8. gr. tæma sök eins og á stóð. V. 13. gr. sáttmálans. Kærendur byggðu einnig á því, að 13. gr. hefði verið brotin, en þar er mælt svo fyrir, að unnt skuli vera að leita réttar vegna brots á mannréttindasáttmálanum „á raunhæfan hátt fyrir opinberu stjórn- valdi“. Dómstóllinn fjallaði um brot á 13. gr. með hliðsjón af 8. gr. a) Almennt gildir, að maður á eftir 13. gr. að geta leitað réttar síns fyrir yfirvaldi í aðaldarríki, ef hann vill fá skorið úr rökstuddri („argu- able“) kröfu varðandi sáttmálabrot og leita leiðréttingar, þar sem það getur átt við. Hið „opinbera stjórnvald“ þarf ekki að fara með dóms- vald. Ef svo er ekki, verður að meta eftir valdsviði þess og úrræðum, sem það hefur til að tryggja réttindi þau, sem mannréttindasáttmál- inn greinir, hvort það getur „á raunhæfan hátt“ gegnt því hlutverki, sem 13. gr. mælir fyrir um. Mörg úrræði geta verið fullnægjandi tek- in saman, þótt hvert um sig séu þau það ekki að fullu. Ekki er þess krafist í 13. gr„ að aðildarríki fari tiltekna leið til að tryggja réttindi þau sem sáttmálinn geymir, t.d. að þau geri hann að innanríkisréttar- reglum. En sú aðferð, sem ríki velur, hefur áhrif á, hvernig 13. gr. verður beitt. 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.