Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 64
leyfis gæti verið heimilt agaviðurlag. 1 úrskurði áfrýjunarráðsins í máli kærenda var ekki að því stefnt að vanvirða kærendur og ekki hafði hann heldur þau áhrif til hins verra á persónuleika þeirra að það varð- aði við 3. gr. mannréttindasáttmálans. II. 6. gr. 1 mgr. mannréttindasáttmálans. 1. Beiting greinarinnar. Meðferð agabrota leiðir venjulega ekki til „vafa“ „um réttindi þegns og skyldur“ eins og segir í 6. gr„ þ.e. „contestation“ (franski textinn). Ekki verður heldur ságt, að sá, sem sakaður er um agabrot sé „bor- inn sökum um glæpsamlegt athæfi“. Ef sérstaklega stendur á, getur niðurstaðan þó orðið önnur. a) Að því er varðar það álitaefni, hvort í málinu hafi verið vafi um réttindi og skyldur í merkingu 6. gr. 1. mgr., er að miklu leyti um sömu spurningu að ræða og tekin var afstaða til í dómi mannréttinda- dómstólsins fullskipaðs 23. júní 1981 í málinu Le Compte, Van Leuven og De Meyere. — Atvik benda til þess að ágreiningur hafi vei’ið (contestation, dispute). — Beint samband er milli þessa og þess, hvort um „réttindi“ var vafi. Ljóst er, að þau voru í tafli þegar mál kæranda var fyrir áfrýj- unarráði læknastétttarinnar og Hæstarétti Belgíu. — Réttur til að halda áfram að stunda lækningar er tengdur rétt- indum, sem kærendur höfðu aflað sér á lögmæltan hátt og sem voru undirstaða ævistarfs þeirra. Samband lækna, sem stunda heimilis- lækningar, við viðskiptamenn sína eða sjúklinga er samningsréttar- samband einkaréttareðlis, og því er rétturinn til að halda áfram að stunda lækningar borgaralég réttindi, sem upphafsákvæði 6. gr. 1 mgr. tekur til. I íslenska textanum er talað um „réttindi þegns og skyldur“ en í enska frumtextanum um „civil rights and obligations“. — Úrskurðaraðilum innan starfsgreinasamtaka er ekki bannað eft- ir mannréttindasáttmálanum að fjalla um agabrot. Þessir úrskurðar- aðilar verða þó að uppfylla skilyrði 6. gr. 1 mgr., ef um er að ræða réttindi sem ákvæðið tekur til. Ef þeir uppfylla ekki skilyrðin, þarf að vera unnt að skjóta ákvörðunum þeirra til dómstóls, sem hefur fullt vald til að endurskoða þær og sem sjálfur uppfyllir skilyrði 6. gr. 1 mgr., ef um er að ræða réttindi, sem ákvæðið tekur til. Niðurstaða: Sannreyna þurfti, að fyrir áfrýjunarráði læknasamtak- anna í Belgíu eða Hæstarétti landsins hefði staða kærenda verið með þeim hætti, að þeir hefðu notið réttar til að koma fyrir dóm og til að 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.