Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 51
isskerðingarinnar verði úrskurðað af dómstóli án tafar, og fyrirskipað
sé, að hann skuli látinn laus, ef frelsisskerðingin er ólögmæt."
1. Brot á þessari mgr. er hugsanlegt, þótt 1. mgr. hafi ekki verið
brotin.
2. Hinn upphaflegi dómur um refsivist er ekki nægilégur til að upp-
fyllt sé krafan í 5. gr. 4. mgr. varðandi frelsissviptinguna eftir ákvörð-
un ráðherra, enda geta ný atriði átt að koma til skoðunar. Tilgangur
laganna frá 1964 er því aðeins virtur að fylgst sé með brotamanninum
og tekið tillit til breyttra aðstæðna. Lögmæti frelsissviptingarinnar
verður ekki aðeins metið eftir innanríkisrétti heldur einnig mannrétt-
indasáttmálanum, sem krefst réglufestu. Hæfilega oft meðan maður
er sviptur frelsi og þegar hann er sviptur frelsi á ný eftir að hafa ver-
ið látinn laus á maður rétt á að leita til dómstóls. Um heimildir dóm-
stólsins fer eftir 4. mgr. 5. gr. og gera ber mun á lögmæti frelsisskerð-
ingar og því, hvort hún er heppileg.
3. I dómi sínum fjallaði mannréttindadómstóllinn um, hvort Van
Droogenbroeck hefði átt einhverja þá kosti eftir belgiskum lögum,
sem fullgildir væru eftir 5. gr. 4. mgr. Komu 7 atriði til skoðunar, en
voru ekki talin fullnægjandi.
Niðurstaða: Brot eins og á stóð, en með þeim fyrirvara, að réttar-
þróunin í Belgíu stefni í aðra átt.
III. 4. gr. mannréttindasáttmálans.
I þessari gr. er lagt bann við þrældómi, þrælkun, þvingunarvinnu
og nauðungarvinnu.
1. Því var hafnað, að kærandi hefði verið hnepptur í þrældóm og
tekið fram, að frelsissviptingin hefði verið heimil eftir 5. gr. 1. mgr.
(sjá hér að framan) og að hún hefði ekki verið sérlega alvarlegs eðlis.
2. Vera mátti, að kærandinn hefði þurft að vinna þvingunarvinnu
eða nauðungarvinnu. Þetta var heimilt eftir 4. gr. 3. mgr. a.
Niðurstaða: Ekki brot.
IV. 50. gi'. (bótaákvæðið).
Ákvörðun var frestað og þessu atriði vísað til þeirrar deildar 7 dóm-
ara, sem í upphafi var valin til að fjalla um málið.
I dómnum var vísað til 8 eldri dóma mannréttindadómstólsins.
253