Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 6
kaupstað á landsbyggðinni. Og Neskaupstaður var á þessum tíma flestum kaupstöðum landsins einangraðri um samgöngur. Það var því að vonum að þess væri leitað að komast aftur til átthaganna, og þegar fulltrúastarf losn- aði við borgarfógetaembættið hiaut Jónas það. Borgarfógeti var hann skip- aður 20. maí 1963, en tók við bæjarfógetaembættinu á Akranesi 1. október 1967. Seinustu ár sín starfaði hann aftur sem fulltrúi við borgarfógetaembættið í Reykjavik. í embættisstörfum vann Jónas sér, jafnt og í öllu sínu daglega lífi, óskipt- ar vinsældir þeirra, sem hann átti við að skipta. Hann var Ijúfmenni, og prúð- menni, sem ég vissi ekki til að legði illt til nokkurs manns, en var frábærlega glöggskyggn á kómiskar hliðar lífsins, leiftrandi fyndinn og gamansamur, svo að frá honum stafaði jafnan ylur og góðlátleg glaðværð hvar sem hann fór. Það væru ýkjur að segja að hann væri slímusetumaður við skrifborðið, en allt um það fórust honum verk mjög vel úr hendi. Hann var fljótvirkur og öruggur þegar hann gekk að starfi, afburöa glöggur og fljótskyggn á með- ferð talna, og hafði raunar rikulega stærðfræðigáfu eins og fleiri i hans ætt. Það var mikill siður margra menntamanna í tíð Jónasar að fást við bók- menntaiðju, einkum Ijóðagerð. Hann var þar þátttakandi og gaf út Ijóðakver, Vinjar, árið 1932. Jónas gerði lítið að því að halda þessari viðleitni sinni á loft síðar meir og fór jafnvel um hana gamansömum orðum. Víst voru þau Ijóð æskuverk og bera þess margan vott, en þó finnst mér að í þeim séu neistar, sem bera ótvíræðan vott um gáfu, sem mátt hefði ná meiri þroska. En Ijóðagerð er ekki lifvænlegt starf og það er sjálfgert að leggja hana niður þegar dagsins önn knýr að dyrum. Jónas Thoroddsen var um flest gæfumaður. Hann var þeirrar gerðar að láta smámuni og jafnvel meiri háttar erfiðleika litt á sig fá, mildaði með glaðværð og opnum augum fyrir öllu skoplegu og hverju því sem gleðja mátti marga hnökra, sem orðið hefðu vílsömum mönnum og kjarkminni að ásteitingu. Hann var auk þess mjög glöggur fjármálamaður og tókst snemma að koma ár sinni svo fyrir borð að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af daglegri af- komu. Stærsta gæfusporið var þó makavalið. Hinn 23. desember 1933 gekk hann að eiga Björgu Magnúsdóttur Guðmundssonar, hæstaréttarlögmanns og um skeið ráðherra. Hún stóð sífellt við hlið hans sem styrkur förunautur og bjó fjölskyldu sinni heimili sem var frábært að smekkvísi og sönnum menn- ingarbrag í hvívetna. Börn þeirra voru fjögur; Magnús hæstaréttardómari kvæntur Sólveigu Kristinsdóttur, María Kolbrún gift Erni Ingólfssyni fram- kvæmdastjóra, Soffía gift Sigurði Kristinssyni, rafvirkjameistara, yngsta son sinn, Sigurð, urðu þau fyrir því þunga áfalli að missa í bifreiðarslysi tæplega 8 ára að aldri. Jónas Thoroddsen náði þeim aldri sem algengt er að dauðinn kveðji dyra. Þó er eins og hann komi okkur sem eftir lifum sífellt á óvart og ávallt skiiur hann eftir ófyllt skarð, en eftir lifir minnig mæt, þótt maðurinn deyi. Sú minn- ing, sem Jónas lætur eftir sig um góðan dreng er björt í hugum vina hans og kunningja og í mörgum leiftrandi tilsvörum hans sem enn ganga manna á milli mun hún lifa um langa stund. Blessuð sé sú minning. Unnsteinn Beck 208
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.