Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 49
2. ADOLF.
Dómur 26. mars 1982. Aðildarríki: Austurríki. Málinu var vísað til
dómstólsins 18. desember 1980 af mannréttindanefndinni og 23. janúar
1981 af ríkisstjórn Austurríkis. Dómur var kveðinn upp af deild 7
dómara.
Kærandinn, Adolf að nafni, hafði deilt við mann, sem bjó í sama húsi,
og var Adolf talinn hafa slangrað til hans. Opinbert mál var höfðað,
en það var fellt niður eftir heimild í 42. gr. hegningarlaga Austurríkis,
með dómsákvörðun. 1 forsendum hennar voru ummæli, sem kærandi
taldi fela í sér fullyrðingu um, að hann hefði lagt til mannsins. I 6. gr.
mannréttindasáttmálans er fjallað um rétt til meðferðar mála í dómi
og réttarstöðu fyrir dómi.
I. Beiting 6. gr. sáttmálans.
1) 1 6. gr. er fjallað um réttindi þess manns m.a., sem „er borinn
sökum um glæpsamlegt athæfi“. Hin tilvitnuðu orð hafa sérstaka merk-
ingu í mannréttindasáttmálanum. Réttlát meðferð máls fyrir dómi er
mikilvægt atriði í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta bendir til þess, að orð sátt-
málans um þá, sem eru bornir sökum, beri fremur að skýra rúmt en
þröngt.
2) 1 6. gr. eru ákvæði um réttindi sökunauts og verður að hafa það
í húga við mat á stöðu hans að innanríkisrétti.
Niðurstaða: beita má 6. gr.
II. Meint brot á 6. gr.
1. Við mat á því, hvort 42. gr. hegningarlaga Austurríkis fái sam-
rýmst 6. gr. mannréttindasáttmáans ber í samræmi við fasta dóm-
venju í mannréttindadómstólnum að byggja á avikum málsins, en því
var í upphafi skotið til mannréttindanefndarinnar af einstaklingi. Það
er því ekki hlutverk mannréttindadómstólsins að meta 42. gr. almennt
heldur aðeins beitingu hennar í máli kærandans.
2. Ákvæði 25. gr. um kærurétt til mannréttindanefndarinnar setja
ekki það skilyrði, að tjón hafi orðið. Tjón skiptir aðeins máli varðandi
bætur eftir 50. gr.
3. Dómur hins austurríska sakadóms, sem skýra verður með hlið-
sjón af hæstaréttardómi í málinu, lýsir Adolf ekki sekan.
Niðurstaða: ekki brot.
I dómnum var vísað til 6 eldri dóma mannrétindadómstólsins.
251