Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 26
1. 1 málinu var deilt um þjóðnýtingu fyrirtækja á sviði skipasmíða
og flugvéla samkv. lögum um það efni frá 1977. Aðalágreiningsefni að-
ila voru eignarnámsbætur fyrir hlutabréf í fyrirtækjum þeim, sem
þjóðnýtt voru. Bæturnar skyldu miðast við skráð kauphallarverð bréf-
anna á sex mánaða tímabili í árslok 1973 og ársbyrjun 1974 eða það
verð, sem ætla mætti að þau hefðu þá verið á, ef það hafði ekki verið
skráð í raun. Var óheimilt að taka nokkurt tillit til breytinga á verð-
mæti hlutabréfanna, hver svo sem ástæða til slíkra breytinga var, frá
nefndu tímabili fram til þess tíma, er hlutabréfin urðu opinber eign
á árinu 1977 (29. apríl og 1. júlí). Bætur voru greiddar í ríkisskulda-
bréfum. Lokagreiðslur voru ekki inntar af hendi fyrr en á árunum
1979-1983, en ríkisstjórnin hafði áður greitt upp í bæturnar. Vextir
áttu að greiðast frá fyrrgreindum afhendingardegi bréfanna.
2. I úrskurði sínum hélt nefndin fast við fyrri afstöðu, að tilvísun
1. gr. í reglur þjóðaréttar kæmi ekki að haldi ríkisborgurum þess rík-
is, sem í hlut ætti. Hins vegar segir þar, að 1. gr. feli í sér rétt til
skaðabóta fyrir sviptingu eigna, að svo miklu leyti sem þeirra verði að
krefjast til þess að hæfilegt jafnvægi haldist milli skerðingar á rétt-
indum einstaklinga og opinberra þarfa. Lög hvers ríkis verði að geyma
skilyrði, er fullnægi þessum kröfum og séu nægilega skýr. Aftur á
móti geti því aðeins verið urn brot að ræða á 1. gr. vegna ófullnægjandi
bóta, að afdráttarlaust sé sannað, að verulegt misræmi sé milli þeirrar
byrðar, er lögð sé á einstakling við eignarnám, og þess, sem geti talist
réttlætanlegt í ljósi þess markmiðs, sem valdhafar stefni að í opin-
bera þágu.
3. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu, að 1. gr. hefði
ekki verið brotin, enda þótt rnikill munur hefði verið á eignarnámsbót-
um og verðmæti a.m.k. sumra félaga á afhendingardegi. Var lögð á-
hersla á, að verðmæti hlutabréfa tæki gjarnan snöggum breytingum
og að matsaðferðin væri heldur ekki ótæk sem slík. Taka yrði tillit til
sérstaks eðlis þjóðnýtingar í lagalegu og stjórnmálalegu tilliti. 1 rök-
stuðningi nefndarinnar segir síðar meðal annars, að þjóðnýting byrji
yfirleitt á ákvörðun ríkisstjórnar og síðan fjalli þing um málið og
setji þá löggjöf, er nauðsyn krefji. Til þess að lög af því tagi nái til-
ætluðum árangri, þurfi hún að vera afturvirk að vissu marki. Þau
fyrirtæki, sem um sé að ræða, séu því háð afskiptum hins opinbera
frá upphafi nefnds ferils þjóðnýtingar. 1 umræddu rnáli hafi stjórnin
tilkynnt um áform sín á þingi í júlí 1974 og tilkynnt hafi verið um
fyrirhugaða bótaskilmála í mars 1975. Eignaréttindi hafi í raun verið
fryst miðað við fyrrgreint sex mánaða tímabil og ríkið slegið eign
228