Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 26
1. 1 málinu var deilt um þjóðnýtingu fyrirtækja á sviði skipasmíða og flugvéla samkv. lögum um það efni frá 1977. Aðalágreiningsefni að- ila voru eignarnámsbætur fyrir hlutabréf í fyrirtækjum þeim, sem þjóðnýtt voru. Bæturnar skyldu miðast við skráð kauphallarverð bréf- anna á sex mánaða tímabili í árslok 1973 og ársbyrjun 1974 eða það verð, sem ætla mætti að þau hefðu þá verið á, ef það hafði ekki verið skráð í raun. Var óheimilt að taka nokkurt tillit til breytinga á verð- mæti hlutabréfanna, hver svo sem ástæða til slíkra breytinga var, frá nefndu tímabili fram til þess tíma, er hlutabréfin urðu opinber eign á árinu 1977 (29. apríl og 1. júlí). Bætur voru greiddar í ríkisskulda- bréfum. Lokagreiðslur voru ekki inntar af hendi fyrr en á árunum 1979-1983, en ríkisstjórnin hafði áður greitt upp í bæturnar. Vextir áttu að greiðast frá fyrrgreindum afhendingardegi bréfanna. 2. I úrskurði sínum hélt nefndin fast við fyrri afstöðu, að tilvísun 1. gr. í reglur þjóðaréttar kæmi ekki að haldi ríkisborgurum þess rík- is, sem í hlut ætti. Hins vegar segir þar, að 1. gr. feli í sér rétt til skaðabóta fyrir sviptingu eigna, að svo miklu leyti sem þeirra verði að krefjast til þess að hæfilegt jafnvægi haldist milli skerðingar á rétt- indum einstaklinga og opinberra þarfa. Lög hvers ríkis verði að geyma skilyrði, er fullnægi þessum kröfum og séu nægilega skýr. Aftur á móti geti því aðeins verið urn brot að ræða á 1. gr. vegna ófullnægjandi bóta, að afdráttarlaust sé sannað, að verulegt misræmi sé milli þeirrar byrðar, er lögð sé á einstakling við eignarnám, og þess, sem geti talist réttlætanlegt í ljósi þess markmiðs, sem valdhafar stefni að í opin- bera þágu. 3. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu, að 1. gr. hefði ekki verið brotin, enda þótt rnikill munur hefði verið á eignarnámsbót- um og verðmæti a.m.k. sumra félaga á afhendingardegi. Var lögð á- hersla á, að verðmæti hlutabréfa tæki gjarnan snöggum breytingum og að matsaðferðin væri heldur ekki ótæk sem slík. Taka yrði tillit til sérstaks eðlis þjóðnýtingar í lagalegu og stjórnmálalegu tilliti. 1 rök- stuðningi nefndarinnar segir síðar meðal annars, að þjóðnýting byrji yfirleitt á ákvörðun ríkisstjórnar og síðan fjalli þing um málið og setji þá löggjöf, er nauðsyn krefji. Til þess að lög af því tagi nái til- ætluðum árangri, þurfi hún að vera afturvirk að vissu marki. Þau fyrirtæki, sem um sé að ræða, séu því háð afskiptum hins opinbera frá upphafi nefnds ferils þjóðnýtingar. 1 umræddu rnáli hafi stjórnin tilkynnt um áform sín á þingi í júlí 1974 og tilkynnt hafi verið um fyrirhugaða bótaskilmála í mars 1975. Eignaréttindi hafi í raun verið fryst miðað við fyrrgreint sex mánaða tímabil og ríkið slegið eign 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.