Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 16
að máli, geti því ekki leitað neins skjóls í þeim. Framansögðu til viðbótar má geta þess, að lengi voru þess engin dæmi, að mannréttindanefndin eða mannréttindadómstóllinn teldu ríki hafa gerst brotlegt við 1. gr. 1. samningsviðauka, að frátöldum dómi frá 13. júní 1979, þar sem dómstóllinn taldi, að brotið hefði verið gegn 1. gr. í tengslum við 14. gr. mannréttindasáttmálans (Yb. 22.410. Judgm. & Dec. 31). Þar markar því dómur mannréttindadómstólsins frá 23. september 1982 tímamót, og verður sá dómur rakinn hér á eftir í höfuðdráttum. 3. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 23. september 1982. 1 máli því, sem hér ræðir um (Sporrong og Lönnroth gegn Svíþjóð), voru málavextir þeir, að kærendur áttu hvor um sig fjölbýlishús (ásamt lóð) í miðborg Stokkhólms. Hús þessi voru gömul, þar sem þau voru reist á síðari hluta 19. aldar. Vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga, sem aldrei komust þó til framkvæmda, að því er umræddar fasteignir varðaði, var lagt bann við því að byggt yrði að nýju á því svæði, þar sem eignirnar voru. Jafnframt var borgarstjórn veitt leyfi til að taka ofangreindar fasteignir eignarnámi ásamt fleiri eignum. Var þar um svo nefnt svæðiseignarnám að ræða, en engin skylda hvíldi á borgar- yfirvöldum til að hrinda eignarnáminu í framkvæmd. Að því er tók til húseignar Sporrongs, var byggingarbann í gildi í 25 ár og leyfi til eignarnáms í 23 ár. Þessi tímabil voru 8 og 12 ár, að því er húsin í eigu Lönnroths varðaði. Mannréttindadómstóllinn taldi, að um skerðingu á eignarrétti hefði verið að ræða og að hún hefði verið tilfinnanleg sökum þess, að um langt skeið hefði verið í gildi bæði heimild til eignarnáms og bann við byggingum. 1 dóminum er lögð á það áhersla, að eignarnámsleyfið hefði í raun skert mjög heimildir eigenda til nota og ráðstöfunar um- ræddra eigna, enda þótt þessar heimildir hefðu ekki verið skertar að lög- um. Eignarnámsleyfin hefðu og haft í för með sér verulega röskun á eignarrétti, þar sem þau hefðu lýst því fyrirfram, að eignarnám væri löglegt, og þau heimiluðu borgarstjórninni að hrinda eignarnámi í framkvæmd, þegar hún teldi sér henta. Samkvæmt þessu hefði ríkt öryggisleysi og óvissa um eignarréttinn. Bann við byggingum hefði og tvímælalaust skert afnotarétt kærenda. 1 dóminum var síðan tekið til athugunar, hvort ofangreindar eignar- skerðingar fælu í sér brot á ákvæðum 1. gr. 1. samningsviðauka. Þar lagði dómstóllinn áherslu á, að 1. gr. hefði að geyma þrjár sjálfstæðar reglur. í fyrsta lagi væri um að ræða almenna meginreglu á þá leið, 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.