Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 38
er hafður í huga, verður að telja, að þau hafi fjallað um réttindi („Civil rights“) í merkingu 1. tl. 6. gr. Sáttmálans. Þessi málaferli slógu hins vegar engu föstu um þessi réttindi. 1 stað þess að fara í einkamál og gera þá kröfu, að viðurkennt væri með dómi, að bygging bílskúrsins á nágrannalóðinni bryti í bága við eign- arrétt þeirra, og ætti því að stöðva byggingu hans eða veita þeim skaða- bótarétt, þá ákváðu þau þess í stað, að gerast meðalgönguaðiljar í stjórnsýslumálaferlunum milli stj órnvaldanna og nágranna þeirra, með því að véfengja lögmæti byggingarleyfis fyrir bílskúrnum. Samkvæmt íslenzkum lögum stóðu kærendum báðar þessar leiðir opnar, en ein- ungis fyrri leiðin hefði falið í sér ákvörðun á réttindum („Civil rights“) þeirra. Málaferlin, sem kærendur gerðust aðiljar að vörðuðu samskipti byggingaryfirvaldanna við þriðja mann. Þau ákvörðuðu rétt þess þriðja manns, en ekki rétt kærenda, enda þótt málaferli þessi kunni að hafa haft einhver áhrif varðandi eign þeirra. Enda þótt málaferli á sviði stjórnsýsluréttar milli þriðju aðilja hafi áhrif á réttindi („Civil rights“) kærenda, þá nægir það eitt ekki til þess að heimfæra málaferlin undir 1. tl. 6. gr. Sáttmálans á þeirri forsendu að þau feli í sér ákvörðun um réttindi og skyldur („the determination of his civil rights and oblinga- tions“) í merkingu téðs ákvæðis. Þar af leiðir, að nefndin er ekki bær, af efnis-ástæðum („ratione materiae“), til að rannsaka þennan þátt kærunnar, og ber því að vísa honum frá þar sem hann er í ósamræmi við reglur Sáttmálans, sbr. 2. tl. 27. greinar. b) Næsta spursmál, sem nefndin þarf að taka afstöðu til er, hvort málaferlin fyrir sakadómi falli innan ramma 1. tl. 6. gr. Sáttmálans. Nefndin vekur athygli á því að í refsimálum er það aðeins hinn ákærði, sem nýtur góðs af þeim réttindum, sem upp eru talin í 6. gr. Sáttmálans. Opinbera málið, sem kært er yfir, var hins vegar höfðað gégn nágranna kærenda, en ekki þeim sjálfum og þau voru ekki einu sinni einkamálaréttar- (,,civil“) aðiljar að því máli. Þar af leiðir, að úr því að opinbera málið fjallaði ekki um ákæru á hendur kærendum, þá geta þau ekki, hvað þau málaferli áhrærir, haldið því fram, að brotin hafi verið á þeim einhver þau réttindi, er Sáttmálinn tryggir, sbr. 25. gr. Nefndin er því ekki bær um, „ratione personae“, að fjalla um þennan þátt kærunnar ,sem er þar af leiðandi í ósamræmi við reglur Sáttmálans, og ber því að vísa honum frá sam- kvæmt 2. tl. 27. gr. Sáttmálans. Af framangreindum ástæðum lýsir nefndin yfir því, að kæra þessi er ótæk til efnismeðferðar.“ 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.