Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 17
að menn skyldu fá að njóta eigna sinna í friði, sbr. fyrri málsl. 1. máls- gr. önnur reglan ætti við sviptingu eigna og setti ákveðin skilyrði fyrir slíkri skerðingu, sbr. síðari málsl. 1. málsgr. Þriðja réglan heim- ilaði ríkjum meðal annars að setja reglur um not eigna í þágu almanna- hagsmuna, sbr. 2. málsgr. 1. gr. Fyrst fjallaði dómstóllinn um það, hvort um sviptingu eignarréttar hefði verið að ræða. Niðurstaðan varð sú, að kærendur hefðu ekki verið sviptir eignum sínum formlega, þar sem eignarnám hefði ekki farið fram og þeim verið heimil ráðstöfun og afnot eigna sinna. Það skæri samt sem áður eigi úr og yrði að kanna, hver hefði verið staða mála í raun og hvort raunverulegt eignarnám hefði legið fyrir. Þrátt fyrir verulega eignarskerðingu að efni til, taldi dómurinn, að eignar- réttur hefði ekki verið afnuminn. Hefðu áhrif þeirra ráðstafana, sem um var að ræða, eigi verið slík, að jafnað yrði til sviptingar eignar- réttar. Samkvæmt því ætti reglan í síðari málsl. 1. málsgr. ekki við. Þessu næst vék dómurinn að reglu 2. málsgr. 1. gr. Taldi hann ljóst, að byggingarbannið hefði falið í sér takmörkun eignarréttar í skiln- ingi þess ákvæðis. Sá hefði hins vegar ekki verið tilgangur eignar- námsleyfanna og kæmu þau til athugunar út frá reglunni í fyrri málsl. 1. málsgr. 1 framhaldi af framanskráðu var tekið til athugunar í dóminum, hvort eignarnámsleyfin samrýmdust fyrri málsl. 1. málsgr. Þar réði úrslitum, hvort hæfilegt tillit hefði verið tekið bæði til hagsmuna sam- félagsins og til nauðsynjar á vernd til handa grundvallarréttindum einstaklingsins. Leit eftir jafnvægi í þessum efnum væri burðarás mannréttindasáttmálans í heild og kæmi einnig fram í því, hvernig 1. gr. 1. samningsviðauka væri byggð upp. 1 því sambandi lagði dóm- stóllinn áherslu á, að einstök ríki yrðu að hafa verulegt olnbogarými við framkvæmd áætlana á jafn flóknu og vandasömu sviði og þróun og skipulag borga væri. I dóminum var lögð áhersla á, að lög þau, sem í hlut áttu, hefðu verið ósveigjanleg. Ekkert færi hefði verið á því að fá stöðu kærenda breytt síðar, að frátalinni hreinni afturköllun eignarnámsleyfanna, en til hennar hefði þurft samþykki borgaryfirvalda. Leyfi þessi hefðu verið í gildi í 23 ár í öðru tilvikinu og 8 ár í hinu. Allan þann tíma hefðu kærendur verið í fullkominni óvissu um örlög eigna sinna og ekki átt kost neinnar úrlausnar mála sinna af hálfu sænsku ríkisstjóm- arinnar. Taldi dómstóllinn óskiljanlegt, hvers vegna sænsk lög hefðu girt fyrir, að hagsmunir borgarinnar og hagsmunir eigenda yrðu tekn- ir til endurmats á hæfilegum fresti. Væri slíkt þeim síður viðunandi, 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.