Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 61
anna. Þá lýstu þeir því yfir, að þeir gerðu að sínum þær ástæður, sem
leiddu til þess, að mannréttindanefndin fjallaði um „hæfilegan tíma“.
Niðurstaða: Kröfu sem byggðist á ofanskráðu réttarfarsatriði,
hafnað.
c) Af hálfu ítölsku ríkisstjórnarinnar var því haldið fram, að kær-
endur hefðu ekki, eins og vera bar eftir 26. gr. mannréttindasáttmál-
ans, leitað til hlítar leiðréttingar í heimalandinu. Þetta var talið of
seint fram komið.
Niðurstaða: Fékk ekki komist að fyrir mannréttindadómstólnum.
II. 6. gr. 1. mgr. „hæfilegur tími“.
1. Málsmeðferðartíminn.
a) Upphaf þess tíma, sem taka átti tillit til, verður hér ekki talið
fyrr en 1. ágúst 1973, en frá þeim degi viðurkenndi Italía kærurétt
einstaklinga til mannréttindanefndarinnar. Þó verður að taka tillit til,
hvar málin voru þá á vegi stödd.
b) Lok tímans, sem hér átti að taka tillit til, voru dagarnir, er
endanlegir dómar gengu.
c) Málin stóðu þá frá 3 árum og tveim mánuðum til 5 ára og 10
mánaða.
2. „Hæfilegur“ tími.
a) Taka ber mið af málsatvikum, einkum því, hve flókin þau eru,
framferði kærenda og þeirra, sem af ríkisins hálfu fjölluðu um málin.
b) Þessi mál voru ekki óvenjulega flókin.
c) Málin töfðust ekki vegna framferðis kærenda.
d) Varðandi framferði handhafa ríkisvalds var þess að gæta, að
málin voru rekin við óvenjulegar stjórnmálaaðstæður og félagslegar
aðstæður. Þá söfnuðust óvenju mörg mál saman ódæmd hjá sumum
ítölskum dómstólum. Krafan um, að um mál skuli fjalla „innan hæfi-
legs tíma“ var uppfyllt um sumt, en 9 sinnum var talið, að svo hefði
ekki verið.
Niðurstaða. Brot varðandi 4 kærendur.
III. 13. gr. mannréttindasáttmálans.
Ekki þurfti að fjalla um þetta kæruatriði.
IV. 50. gr. (bætur).
Ákvörðun frestað.
I dómnum var vísað til 9 eldri dóma mannréttindadómstólsins.
263