Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 55
að sjá um, að á hæfilegum fresti mætti taka upp til nýs mats hags- muni bæjarfélagsins og eigendanna. Sænsku eignarnámslögin frá 1972 gerðu ráð fyrir, að stytta mætti gildistíma eignarnámsheimilda, en kærendur gátu ekki borið lögin fyr- ir sig. Þessar heimildir og byggingai’bannið sem á var lagt fólu í sér sérstakar byrðar á kærendur, sem voru allt of þungar og því aðeins hefðu verið heimilar, að unnt hefði verið að leita eftir styttingu gildis- tímans eða bótum. Eftir sænskum lögum var hvorugt hægt á þeim tíma, sem máli skiptir, og enn er hið síðara ógerlegt. Niðurstaða: 1. gr. brotin á báðum kærendum. d) Byggingarbönn og 1. gr. Ekki var talin þörf á að fjalla um þetta efni. II. 17. og 18. gr. mannréttindasáttmálans í tengslum við I. viðbótar- samning 1. gr. I 17. og 18. grein eru lögskýringarreglur, sem ekki verða raktar hér, þar sem mannréttindadómstóllinn taldi ekki þörf á að fjalla um þær. III. 14. gr. sáttmálans í tengslum við I. viðbótarsamning 1. gr. I 14. gr. er hin almenna jafnræðisregla sett fram. Töldu kærendur hana brotna, en dómstóllinn taldi ekki, að það mætti ráða af gögnum málsin. Niðurstaða: ekki brot. IV. 6. gr. 1. mgr. sáttmálans. Kærendur byggðu á því, að sænskir dómstólar höfðu ekki og gátu ekki að sænskum lögum fjallað um eignarnámsheimildirnar. 1. Beiting 6. gr. sáttmálans. Hér segir í upphafi málsgreinarinnar: „Nú leikur vafi á um rétt- indi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt at- hæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmæltum dómstóli.“ Enski textinn hefst þannig: „In the determination of his civil rights and obligations or of any criminal charge against him . .. “ Dómstóllinn taldi, að hér væri um borgararéttindi („civil rights“) að tefla. Uppi væri alvarleg deil („contestation“, ,,dispute“) milli kær- enda og handhafa ríkisvalds í Svíþjóð um framlengingu langvarandi eignarnámsheimildar og ættu kærendur rétt á að fá þetta mál varðandi sænsk lög tekið fyrir í dómi. Niðurstaða: 6. gr. 1. mgr. varð beitt. 2. Meint brot á 6. gr. 1. mgr. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.