Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 9
Dr. Gaukur Jörundsson prófessor: VERND EIGNARRÉTTAR SAMKVÆMT MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU I. GERÐ MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÖPU Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins, sem undirrituð var 5. maí 1949, er eitt meginhlutverk ráðsins að varðveita og efla mannréttindi. Ber ríkjum þeim, er aðild eiga að Evi'ópuráðinu, að sjá til þess, að allir menn, sem lögsaga þeirra nær til, njóti frelsis- og mannréttinda. Hinn 8. september 1949, á fyrsta þingi Ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins, voru samþykkt drög að mannréttindasáttmála og því beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna, að þær hefðu forgöngu um gerð slíks sátt- mála. Þegar á öðru þingi Ráðgjafarþingsins, á árinu 1950, var sam- þykkt frumvarp að mannréttindasáttmála, og 4. nóvember sama ár var síðan undirritaður sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Er þessi sáttmáli oftast nefndur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Hann gekk í gildi 3. september 1953, er tilskilinn fjöldi aðildarríkja Evrópu- ráðsins hafði staðfest hann. Eftir gildistöku Mannréttindasáttmála Evrópu hafa verið gerðir viðbótarsamningar og með þeim hefur meðal annars verið bætt við mannréttindum, sem verndar skulu njóta. Er þar um að ræða 1. samn- ingsviðauka frá 20. mars 1952, sem gekk í gildi 18. maí 1954, 2. og 3. samningsviðauka frá 6. maí 1963, sem báðir öðluðust gildi 21. sept- ember 1970, 4. samningsviðauka frá 16. september 1963, sem gekk í gildi 2. maí 1968, og 5. samningsviðauka frá 20. janúai' 1966, en gildis- taka hans var 20. desember 1971. ísland er aðili Mannréttindasáttmála Evrópu að meðtöldum samn- ingsviðaukunum fimm. Island fullgilti mannréttindasáttmálann og 1. samningsviðauka 29. júní 1953 og 2.—5. samningsviðauka 16. nóv- ember 1967. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.