Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 9
Dr. Gaukur Jörundsson prófessor: VERND EIGNARRÉTTAR SAMKVÆMT MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU I. GERÐ MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÖPU Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins, sem undirrituð var 5. maí 1949, er eitt meginhlutverk ráðsins að varðveita og efla mannréttindi. Ber ríkjum þeim, er aðild eiga að Evi'ópuráðinu, að sjá til þess, að allir menn, sem lögsaga þeirra nær til, njóti frelsis- og mannréttinda. Hinn 8. september 1949, á fyrsta þingi Ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins, voru samþykkt drög að mannréttindasáttmála og því beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna, að þær hefðu forgöngu um gerð slíks sátt- mála. Þegar á öðru þingi Ráðgjafarþingsins, á árinu 1950, var sam- þykkt frumvarp að mannréttindasáttmála, og 4. nóvember sama ár var síðan undirritaður sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Er þessi sáttmáli oftast nefndur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Hann gekk í gildi 3. september 1953, er tilskilinn fjöldi aðildarríkja Evrópu- ráðsins hafði staðfest hann. Eftir gildistöku Mannréttindasáttmála Evrópu hafa verið gerðir viðbótarsamningar og með þeim hefur meðal annars verið bætt við mannréttindum, sem verndar skulu njóta. Er þar um að ræða 1. samn- ingsviðauka frá 20. mars 1952, sem gekk í gildi 18. maí 1954, 2. og 3. samningsviðauka frá 6. maí 1963, sem báðir öðluðust gildi 21. sept- ember 1970, 4. samningsviðauka frá 16. september 1963, sem gekk í gildi 2. maí 1968, og 5. samningsviðauka frá 20. janúai' 1966, en gildis- taka hans var 20. desember 1971. ísland er aðili Mannréttindasáttmála Evrópu að meðtöldum samn- ingsviðaukunum fimm. Island fullgilti mannréttindasáttmálann og 1. samningsviðauka 29. júní 1953 og 2.—5. samningsviðauka 16. nóv- ember 1967. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.