Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 43
þess að gera sér grein fyrir því, hvort kærendur hafi hlotið réttláta málsmeðferð (a fair hearing). I því sambandi hefir nefndin í huga, að málið hafði verið í fresti fyrir Hæstarétti í meira en tvö ár og munnlegur flutningur málsins var tilkynntur opinberlega með skriflegum tilkynningum til lögmanna aðilja. Engin sönnunargögn hafa verið lögð fram um það, að lögmaður kær- enda hafi verið leystur frá störfum né heldur um það, að hann hafi ekki rækt málflutningsmannsskyldur sínar vel. Ýtarleg gagnaöflun fór fram í málinu fyrir þeim dómstölum, sem fjölluðu um það. Dómstól- arnir tóku sínar ákvarðanir á grundvelli þeirra gagna, sem lögmenn aðilja lögðu fram. Það er því ekkert sem bendir til þess, að dómstól- arnir hafi brotið gegn grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð. Þar af leiðir að þessi þáttur kærunnar hefir ekki við rök að styðjast í skilningi 27. gr. 2. tl. Sáttmálans. 2. Kærendurnir hafa einnig haldið því fram, að atvik málsins séu með þeim hætti — sérstaklega útburðurinn — að brotið sé gegn 8. gr. Sáttmálans, er hljóðar svo: 8. gr. Sáttmálans, sem vitnað er til hér að ofan, mælir svo fyrir, að sérhver eigi rétt til friðhelgi heimilis. Nú hefir kærendum verið bann- að að búa á heimili sínu og því telur nefndin að þetta bann raski greinilega rétti þeirra samkvæmt berum orðum greinarinnar. Þess vegna hefir nefndin kannað það, hvort réttlæta megi þessa röskun með vísan til einhverra þeirra ástæðna, sem taldar eru upp í 2. mgr. 8. gr. Sáttmálans. Sú ákvörðun að banna kærendum að búa í íbúð sinni var byggð á 17. gr. lága nr. 59/1976 um fjölbýlishús. Þessi lög voru sett til að koma í veg fyrir deilur milli sambýlismanna í fjölbýlishúsum, en lögin skylda þá til að gæta skikkanlegra sambýlishátta, bæði að því er varðar hús og lóð, svo og að kappkosta að valda ekki öðrum íbúum fjölbýlishúss- ins ónæði eða óþægindum. Nefndin er sammála því að nauðsynlegt sé að setja löggjöf um sam- býlisháttu í fjölbýlishúsum til þess að koma í veg fyrir sambýlisörð- ugleika. Lögin um fjölbýlishús voru þannig sett í lögmætu augnamiði og voru nauðsynleg til verndar réttindum og frelsi annarra manna. Nefndin telur samt sem áður, þegar hafður er í huga dómur Mann- réttindadómstóls Evrópu í Handyside-málinu frá 7. desember 1976, að hún verði að rannsaka það, hvort meðölin, sem kærendur voru beittir, hafi verið í samræmi við hinn lögmæta tilgang, er ætlað var að ná. Þegar meta á slíkt verður nefndin að hafa það í huga, að 2. mgr. 8. gr. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.