Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 70
b) Mannréttindadómstóllinn kannaði hugsanleg úrræði kærenda með
hliðsjón af ofangreindum meginreglum og valdsviði yfirvalda.
— Málskot til fangelsisnefndar („Board of visitors“) eða stjórn-
sýsluumboðsmanns þingsins gat ekki talist raunhæft úrræði, þar sem
þessir aðilar gátu ekki tekið bindandi ákvarðanir.
— Tilmæli til innanríkisráðherrans eða málsókn fyrir dómstólum
var ekki heldur raunhæft úrræði gegn broti á reglum mannréttinda-
sáttmálans um bréfhelgi, en þar sem beita mátti þessu hvoru tveggja
var það fullnægjandi úrræði eftir 13. gr. um atriði þar sem röskunin
var leyfileg eftir 8. gr.
Niðurstaða: Brot á 13. gr. þar sem 8. gr. var brotin og varðandi eitt
af hinum bréfunum sjö.
VI. 50. gr. (bætur).
Ákvörðun frestað.
I dóminum var vísað til 11 eldri dóma mannréttindadómstólsins.
5. MINELLI.
Dómur 25. mars 1983. Aðildarríki: Sviss. Málinu var visað til dóm-
stólsins 13. október 1981 af mannréttindanefndinni og 15. s.m. af
svissnesku ríkisstjórninni. Dómur var kveðinn upp af deild 7 dómara.
Einkarefsimál vegna meiðyrða hafði verið höfðað í Ziirich-kantónu.
Dómstóllinn þar taldi, að frestur til málshöfðunar hefði verið liðinn
og efnisdómur yrði því ekki upp kveðinn, en ákvað jafnframt, að
varnaraðili skyldi greiða tiltekin réttargj öld og málskostnað til sóknar-
aðila. Fór þetta eftir 293. gr. laga Zurich um meðferð sakamála.
I málinu reyndi á 6. gr. 2. mgr. mannréttindasáttmálans, sem er
þannig: „Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt
athæfi, skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuð lögfullri sönnun“.
I. Beiting 6. gr. 2. mgr.
1. Efnisatriði.
a) Eðli málssóknarinnar.
Hér var um einkarefsimál að ræða, og var því haldið fram af hálfu
ríkisstjórnar Sviss, að það væri einkamál en ekki sakamál í skilningi
6. gr. 2. mgr. I hinum enska frumtexta sáttmálans segir í upphafi
ákvæðisins: „Everyone charged with a criminal offence ... “ Tilgang-
ur 6. gr. var sagður vernd varnaraðila og ber að virða atvik öll í því
272