Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 37
huga dóm sakadóms frá 8. júlí 1976, sem staðfestur var af Hæstarétti 21. marz 1977. í þessum dómi komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að bílskúrinn byrgði ekki fyrir alla sól á verönd kærenda, heldur að- eins, að sól skini skemmri tíma á aðalsólarhlið hússins vegna skúrsins. Þegar þetta er haft í huga, og þar sem engar sannanir hafa verið færðar fram fyrir hinu gagnstæða, þá telur nefndin, að þau óþægindi, sem hér er kært yfir feli ekki á nokkurn hátt í sér brot á rétti kærenda til þess að njóta eigna sinna í friði í merkingu 1. gr. I. Viðbótarsamn- ingsins. Þar af leiðir að þessi þáttur kærunnar hefir ekki við rök að styðjast og ber að vísa honum frá skv. 2. tl. 27. gr. Sáttmálans. 2. Kærendur hafa einnig kvartað yfir lengd málaferlanna bæði fyrir byggingaryfirvöldunum og sakadómi. Ennfremur kvarta þau yfir ó- sanngjarnri málsmeðferð. 1 1. tl. 6. gr. Sáttmálans segir svo: „Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfi- legs tíma fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmæltum dómstóli.“ a) Nefndin hefir fyrst tekið til athugunar, hvort málsmeðferðin fyrir byggirigaryfirvöldunum hafi fólgð í sér ákvörðun varðandi rétt- indi og skyldur („civil rights and obligations“) kærenda. Hin kærða ríkisstjórn hefir borið þá málsástæðu fyrir sig, að máls- meðferðin fyrir byggirigaryfirvöldunum hafi ekki fjallað um réttindi („civil rights“) kærenda í merkingu 1. tl. 6. gr. Sáttmálans. Ríkis- stjói'nin hefir haldið því fram, að Mannréttindasáttmálinn taki til mannréttinda í hinni klassísku og þröngu merkirigu og útiloki þannig umhverfishagsmuni af því tagi, sem kæran lýtur að. Nefndin hefir þráfaldlega haldið því fram og einnig Mannréttinda- dómstóll Evrópu í nýlegum dómi sínum í König málinu (sbr. König Case, dómur 27. júní 1978, gr. 88) að inntak og merking réttinda („Civil rights“) sé sjálfstæðs eðlis (,,autonomous“). Þegar meta á það, hvort réttindi eru borgaralegs eðlis (,,Civil“) í merkingu 1. tl. 6. gr. Sáttmálans ber að líta á efnislegt inntak og mikilvægi réttind- anna, skv. lögum þess lands, sem í hlut á. Nefndin verður einnig, þegar hún rækir eftirlitsskyldur sínar, að hafa hliðsjón af réttarkerfum annarra aðildarríkja (sbr. áðurgreindur König-dómur gr. 89). Málaferli þau sem kærendur stofnuðu til snerust um eign þeirra. Þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Ringeisen-málinu (Mann- réttindadómstóll Evrópu, Ringeisen-málið, dómur 16. júlí 1971, gr. 94) 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.