Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 40
hætti“ merki fyrst og' fremst, að kosningar megi ekki fara fram undir neins konar þvingunum, hvað áhrærir val á einum eða fleiri frambjóð- endum, og í vali sínu eigi kjósandinn ekki að vera undir óeðlilegum þrýstingi til þess að hann kjósi ákveðinn flokk. Ennfremur merkir orðið „í kjöri“ (,,choice“) það að tryggja verður stjórnmálaflokkunum möguleika til þess að kynna frambjóðendur sína fyrir kosningar. Því er ekki haldið fram, að núverandi fyrirkomulag við Alþingis- kosningar á Islandi brjóti í bága við ofangreindar meginreglur. Þegar túlka á ákvæði 3. gr. I. Viðbótarsamningsins getur nefndin hvorki litið fram hjá orðalagi ákvæðisins né uppruna. Þriðja grein I. Viðbótarsamningsins veitir einstaklingsbundinn rétt til þess að kjósa í þeim kosningum, er grein þessi tryggir. Þetta jafngildir ekki því, að allir kjósendur eigi að hafa jafnt atkvæðavægi. Það fer eftir kosn- ingafyrirkomulaginu í hverju ríki, hvort jafnrétti ríkir á þessu sviði eður ei. 1 3. gr. I. Viðbótarsamningsins er þess vandlega gætt að binda ekki aðildarríkin við ákveðið kosningafyrirkomulag og ekki er orðinu „jafnrétti“ bætt við orðin „leynileg atkvæðagreiðsla.“ Misvægi atkvæða á bak við þingmenn úr hinum ýmsu kjördæmum stafar af brottflutningi fólks úr strjálbýli í þéttbýli. En burtséð frá þessu, þá er það Ijóst, að íslenzka kosningafyrirkomulagið miðar að því að tryggja íbúum strjálbýlisins tiltölulega fleiri þingmenn en íbú- um þéttbýlisins á kostnað atkvæðavægis hinna síðarnefndu. Eigi er unnt að líta svo á, að þetta brjóti í bága við ákvæði 3. gr. I. Viðbótarsamningsins, sem mælir ekki fyrir um það, að vægi atkvæða á bak við hvern þingmann skuli vera jafnt. Algert jafnvægi atkvæða mundi, hvað Island áhrærir, leiða til þess, að meiri hluti Alþingis yrði kosinn af tiltölulega litlu landssvæði, þar sem þéttbýli er mest (Reykjavík og Reykjaneskjördæmi). Á þessari öld hafa verið gerðar breytingar á íslenzkri kjördæmaskipan og stjórn- arskrá í þeim tilgangi að draga úr misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Það er rétt að hafa það í huga, að misvægi atkvæða eftir kjördæm- um getur leitt til misvægis milli stj órnmálaflokka, hvað áhrærir at- kvæðafjölda á bak við þingmenn frá hinum ýmsu flokkum. Þriðja grein I. Viðbótarsamningsins skuldbindur hins vegar ekki aðildarríkin til þess að koma á kosningafyrirkomulagi er tryggi, að þingmanna- fjöldi hvers flokks sé í réttu hlutfalli við atkvæðafjölda hans. Ekki verður talið að misvægið, sem kosningafyrirkomulag þetta skapar, sé á svo háu stigi að það jaðri við geðþóttavald eða misbeit- ingu. Ekki mismunar það heldur einum flokki á kostnað annars og 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.