Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 79
sína tók mannréttindadómstóllinn mið af 29. samþykkt Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar og eðli mannréttindasáttmálans. 2. „Vinna“. Þjónusta er vinna í þessu sambandi. 3. „Þvingun“. Um hana var hér ekki að ræða, hvorki líkamlega eða andlega. 4. „Nauðung“. a) Talið var, að í þessu máli væri um að ræða áhættu í ætt við „hótun um einhvers konar refsingu“, sem nefnd er í 2. gr. 1. mgr. 29. samþykktar Alþjóða vinnumálastofnunarinnar. (Aths.: Island hefur fullgilt þessa samþykkt, sbr. Samninga Islands við erlend ríki bls. 188 og auglýsingu utanríkisráðuneytisins nr. 11/1958. Orð þau, sem í mann- réttindasáttmálanum („forced or compulsory labour“) eru þýdd „þving- unar- eða nauðungarvinna“ eru í samþykkt vinnumálastofnunarinnar þýdd „nauðungar- eða skylduvinna"). b) Mannréttindadómstóllinn fjallaði um styrk þeirrar röksemdar, að kærandi hefði samþykkt hið belgíska fyrirkomulag, er hann hóf að búa sig undir að starfa sem lögmaður, og var vísað til orðsins „sjálf- viljugur" í 2. gr. 1. mgr. samþykktar vinnumálastofnunarinnar. Talið var að taka þyrfti tillit til allra málsatvika í ljósi þess, sem að er stefnt með 4. gr. sáttmálans. Ságt var, að skýra bæri 2. mgr. 4. gr. með til- liti til 3. mgr., en þar er lögð áhersla á almannahagsmuni, félagslegar röksemdir og hið eðlilega eða venjulega. 5. Ákvæði 4. gr„ skýrð eftir ofangreindum sjónarmiðum, þóttu leiða til þess, er nú getur: — Hin umdeilda þjónusta var ekki utan sviðs eðlilegra lögmanns- starfa, og gegn henni fékk kærandinn það, sem lögmenn almennt fá sem sinn hlut. Þjónustan var hluti af starfsþjálfun. Þá tryggði hún sökunaut í opinberu máli þau réttindi, sem um ræðir í 6. gr. 3 (c) mgr. mannréttindasáttmálans. Ekki fólst í henni svo þung vinnuskylda, að úr hófi væri. — Taka bar tillit til þess, að ekki var um þóknun að ræða eða endur- greiðslu kostnaðar. Tekið var fram, að í mörgum aðildarríkjum stefndi nú að því, að opinberir sjóðir stæðu undir kostnaði við lagaaðstoð til fátækra manna, sem ættu í málaferlum. Bent var á ný belgísk lög frá 9. apríl 1980, sem enn hafa ekki komið til framkvæmda. Niðurstaðan varð sú, að ekki væri um að ræða verulegt eða ósanngjarnt misvægi milli þess markmiðs, sem kærandinn keppti að, þ.e. að fá málflutnings- réttindi, og þeirra skyldna, sem á hann væru lágðar, ef hann vildi ná markmiðinu. 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.