Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 12
The preceding provisions shall not, however, in any way impair
the right of a State to enforce such laws as it deems necessary
to control the use of property in accordance with the general
interest or to secure the payment of taxes or other contributions
or penalties."
Franski textinn er á þessa leið:
„Toute personne physique ou morale a droit au respect de ses biens.
Nul ne peut étre privé de sa propriété que pour cause d’utilité
publique et dans les conditions prévues par la loi et les principes
généraux du droit international.
Les dispositions précédentes ne portent pas atteinte au droit que
possédent les États de mettre en vigueur les lois qu’ils jugent
nécessaires pour réglementer l’usage des biens conformément á
l’intérét général ou pour assurer le paiement des impóts ou
d’autres contributions ou des amendes."
III. RÉTTINDI, SEM VERNDAR NJÓTA
Réttindi, sem njóta verndar samkv. 1. gr. 1. samningsviðauka, eru
tilgreind í enska textanum með orðinu „possessions“, sbr. 1. málsgr.,
og í 2. málsgr. er rætt um „property“. I 1. málsgr. franska textans eru
notuð orðin „biens“ og „propriété" og í 2. málsgr. aftur orðið „biens“.
Þetta orðaval gefur til kynna, að verndin takmarkist ekki við eignar-
rétt í þrengri merkingu. Þannig hefur mannréttindanefndin gengið út
frá því, að kröfur geti notið verndar, sbr. t.d. úrskurð frá 4. júlí 1978
(Dec. & Rep. 14.146) svo og hlutabréf, sbr. úrskurð frá 29. maí 1967
(Coll. of Dec. 23.66, Yb. 10.507) og úrskurð frá 5. október 1978 (Dec.
& Rep. 15.143). Er ástæða til að ætla, að undir vernd 1. gr. falli eignir
í rúmum skilningi þess orðs og að ákvæði greinarinnar verði sam-
kvæmt því skýrð með svipuðum hætti að þessu leyti og hliðstæð ákvæði
í stjórnarskrám ýmissa ríkja.
Nokkrum sinnum hefur komið til álita, hvort kröfur um lífeyri úr
tryggingasjóðum njóti verndar sem eign samkvæmt 1. gr. 1. samn-
ingsviðauka. 1 tilviki, sem var til úrlausnar í úrskurði mannréttinda-
nefndarinnar frá 20. júlí 1971 (Coll. of Dec. 38.9), hafnaði nefndin
því, að lífeyrisréttur sá, sem þar var um að ræða, gæti talist eign í
skilningi 1. gr. Nefndin lagði áherslu á, að samkvæmt því tryggingar-
kerfi, sem þarna átti í hlut, byggðist réttur lífeyrisþega ekki á fram-
lögum þeirra í þeim skilningi, að greiðslum væri safnað fyrir til að
214