Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 74
ur og sent þær kæranda. Hann hefði getað svarað. Með því að neita að leggja honum til verjanda, svipti Hæstiréttur hann við munnlegan flutning tækifærinu til að hafa áhrif á málslyktir. 4. Niðurstaða: Brot. III. 6. gr. 1. mgr. Ekki var þörf á að kanna, hvort þetta ákvæði hefði verið brotið, þegar þess var gætt, að talið var, að 3(c). mgr. greinarinnar hefði verið brotin. IV. 50. gr. (bætur). 1. Mannréttindadómstóllinn hefur ekki vald til að fella úr gildi þýska dóminn eða lýsa atriði í honum ógild. 2. Vegna miska var nóg að gert með því að lýsa yfir, að brot hefði verið framið. 3. Kærandi átti rétt á endurgreiðslu vegna kostnaðar við kæruna til Hæstaréttar. í dómnum var vísað til 8 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 8. ECKLE. 50. GR. (BÆTUR). Dómur 21. júní 1983. Aðildarríki: Sambandslýðveldið Þýskaland. Efnisdómur var kveðinn upp 15. júlí 1982 af sjö manna deild, sjá hér að framan. Þessi dómur var einnig uppkveðinn af deild 7 dómara. I. Beiðni um frestun uppsögu dóms, uns fyrir lægi endanleg ákvörð- un um bætur í Sambandslýðveldinu. Þessari beiðni var hafnað, þar sem talið var, að frestun væri ekki í samræmi við réttlætissjónarmið. II. Fjártjón. Ekki var talið, að kærendur hefðu sýnt fram á orsakasamband milli þeirrar tafar, sem hafði orðið á málsmeðferð, og tjóns, sem þeir töldu sig hafa beðið. III. Miski. Vegna miska var nóg að gert með því að lýsa yfir, að brot hefði verið framið, en einnig var tekið fram, að tiltekin atriði varðandi mál kærenda í heimalandi þeirra hefðu áhrif á þá niðurstöðu, að miskabæt- ur yrðu ekki dæmdar. 276

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.