Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 28
Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari:
ÚRSKURÐIR MANNRETTINDANEFNDAR EVRÓPU
í KÆRUMÁLUM GEGN ÍSLANDI
I.
Hinn 4. nóvember 1950 undirrituðu 15 utanríkisráðherrar frá aðildar-
ríkj um Evrópuráðsins Mannréttindasáttmála Evrópu í Rómaborg. Hinn
29. júní 1953 gerðist Island formlegur aðili að honum. Sáttmálinn tók
gildi 3. september 1953 ásamt viðbótarsamningi frá 20. marz 1952.
(Síðan hefir fjórum viðbótarsamningum verið bætt við Mennréttinda-
sáttmálann).
Samkvæmt sáttmála þessum skuldbinda aðildarríkin sig til að tryggja
tiltekin lágmarksmannréttindi, þau er upp eru talin í I kafla hans. Næg-
ir um þetta að vitna til bls. 560-566 í „Samningar íslands við erlend
ríki I“, sem dr. Helgi P. Briem gaf út.
Til þess að tryggja að aðildarríkin haldi í heiðri þau mannréttindi,
sem talin eru upp í sjálfum Mannréttindasáttmálanum og viðbótar-
samningum við hann, hefir verið komið á fót — auk ráðherranefndar
Evrópuráðsins — Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadóms-
stól Evrópu, sbr. 19. gr. sáttmálans.
Um starfsemi Mannréttindanefndarinnar er fjallað í III. kafla Mann-
réttindasáttmálans, sjá bls. 567-571 í ofangreindu riti. Einnig hefir
nefndin sjálf sett sér fundarsköp skv. 36. gr. Mannréttindasáttmálans.
II.
Frá því að Mannréttindanefnd Evrópu (hér eftir kölluð ,,nefndin“)
var sett á stofn árið 1953 og til dagsins í dag, 2. júní 1984, hefir
hún úrskurðað í alls 23 kærumálum einstaklinga (sbr. 25. gr. 1. tölu-
liður Sáttmálans) á hendur Islandi fyrir meint brot á Mannréttinda-
sáttmálanum. Er skemmst frá því að segja, að í engu þessara mála
hefir nefndin talið, að íslenzka ríkið hafi brotið gegn mannréttinda-
ákvæðum Sáttmálans.
Verður hér á eftir gerð stuttleg grein fyrir efni þeirra kærumála
gegn Islandi, er nefndin hefir fjallað um. Sé um beinar þýðingar að
230