Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 23
þess. Undirbúningsgögn mannréttindasáttmálans staðfesti og, að við samningu 1. gr. hafi aðildarríkin ekki haft í hyggju að rýmka svið nefndra réglna með því að láta þær ná til eigin borgara. I úrskurði mannréttindanefndarinnar frá 16. desember 1965 (Coll. of Dec. 18.54) var fjallað urn kæru þýsks fyrirtækis út af tjóni, er það taldi sig hafa beðið, á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð og að henni lokinni af völdum Þýska ríkisins og bandaríska hernámsliðsins. Samkvæmt almennum lögum frá 1957 um stríðsbætur átti félagið hins vegar ekki rétt til bóta. Taldi það nefnd lög fara í bága við 1. gr. 1. samningsviðauka. Kærunni var hafnað og var í rökstuðningi aðallega vísað til fyrrgreinds úrskurðar í máli Guðmundar Guðmundssonar gegn Islandi. Til viðbótar var hinsvegar tekið fram, að 1. gr. skyldaði ríki eigi til þess að greiða þegnum sínum skaðabætur, þegar þeir væru sviptir eignarréttindum sínum lögum samkvæmt og í opinbera þágu. Ofangreind afstaða mannréttindanefndarinnar hefur verið gagnrýnd af mörgum fræðimönnum. Hefur meðal annars verið bent á, að um- rædd skýring á 1. gr. komi ekki vel heim við grundvallarviðhorf í mannréttindasáttmálanum, svo sem í 1. gr., er skyldi aðildarríkin til að láta alla menn innan lögsögu sinnar njóta mannréttinda samkvæmt sáttmálanum, og í 14. gr., er banni berum orðum mismunun milli manna á grundvelli þjóðernis. Einnig hefur því verið haldið fram, að aðgreining milli eignarsviptinga, sbr. 1. málsgr. 1. gr., og skerðingar, er falli undir 2. málsgr. sömu greinar, hafi því aðeins við einhver skyn- samleg rök að styðjast, að ákvæði 1. málsgr. tryggi rétthöfum bætur. Ekki eru miklar líkur á því, að mannréttindanefndin hverfi frá þeirri skýringu sinni á 1. málsgr. 1. gr., að tilvísun til grundvallar- reglna þjóðaréttar komi ekki að neinu haldi fyrir ríkisborgara þess ríkis, sem í hlut á. 1 tiltöluléga nýlegum úrskurði hefur þetta viðhorf verið áréttað (Úrsk. frá 13. desember 1979. Dec. & Rep. 18.31). Enda þótt tilvísun 1. málsgr. 1. gr. í grundvallarreglur þjóðaréttar veiti útlendingum einum vernd, er ekki þar með sagt, að 1. gr. tryggi ekki bætur við eignarnám og þjóðnýtingu og þá útlendingum jafnt sem innlendum mönnum. Er full ástæða til að telja, að fyrrnefnd grund- vallarregla í upphafsákvæði 1. gr. skyldi ríki til greiðslu bóta við eignarsviptingar af því tagi. Að öðrum kosti væri raskað stórkostlega umræddu jafnvægi milli verndar eignarréttinda og almannahagsmuna, og marlcmið eignarnáms getur ekki réttlætt svo stórfellda álögu á ein- stakling sem eignarnám án bóta væri. I dómi mannréttindadómstóls- ins frá 23. september 1982 (Sporrong og Lönnroth) er einmitt vikið að þýðingu bóta við úrlausn þess, hvort eignarskerðing fari í bága 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.