Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 19
samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í janúar 1983, eftir ítarlegan munn- legan málflutning. V. VERND EIGNARRÉTTINDA SAMKV. 1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA 1. Meginregla fyrri málsl. 1. gr. Eins og tekið er fram í áðurröktum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 23. september 1982 (Sporrong og Lönnroth), geymir fyrri málsl. 1. gr. þá almennu méginreglu, að menn skuli fá að njóta eigna sinna í friði. Hún felur í sér, að við ráðstafanir, sem varða eignar- réttindi einstaklinga, verði ríkið að taka hæfilegt tillit til eignaréttinda annars vegar og almannahagsmuna hins vegar. Ef einstaklingi er íþyngt sérstaklega og óhóflega, er nefnd méginregla brotin. Þetta er nánast tilbrigði þess meginsjónarmiðs, „principle of proportionality“, að við takmörkun mannréttinda verði jafnan að gæta hófs í úrræðum saman- borið við það lögmæta markmið, sem skerðingin þjónar. Þannig segir í dómi mannréttindadómstólsins í tilefni takmörkunar á tjáningarfrelsi samkvæmt 10. gr. mannréttindasáttmálans (Handyside. Judgm. & Dec. 31) : „This means, amongst other things, that every „formality“, „condi- tion“, „restriction", or „penalty" imposed in this sphere must be proportionate to the legitimate aim pursued“. Framangreind skýringarsjónarmið leiða óhjákvæmilega til þess, að meta ber á grundvelli aðstæðna hverju sinni, hve hart tiltekinn eignar- skerðing bitnar á þeim aðila, sem hlut á að máli. Ræður því ekki úr- slitum, hvort tilteknar ráðstafanir eða reglur séu almennt viðunandi, heldur hvernig þær koma niður í hverju einstöku tilviki. Er þetta skýringarviðhorf að sjálfsögðu í bestu samræmi við þá skoðun, að vernd mannréttinda sé bundin einstaklingunum fyrst og fremst. I ofangreindum dómi sínum frá 23. september 1982 (Sporrong og Lönnroth) virðist mannréttindadómstóllinn ganga út frá því, að um- rædd meginregla upphafsákvæðis 1. gr. sé sjálfstæð regla, er því að- eins komi til álita, að ekki eigi í hlut eignarskerðingar, sem falli annað hvort undir síðari málsl. 1. málsgr., feli m.ö.o. í sér eignarsviptingar, eða 2. málsgr., þ.e. takmörk eignarréttar. Síðastgreind tvenn ákvæði telja ekki tæmandi skerðingar á eignarréttindum og því má fallast á, að meginreglan í fyrri málsl. 1. málsgr. sé sjálfstæð í þeim skilningi, að hún nái til skerðinga, sem hvorki síðari málsl. 1. málsgr. né 2. máls- gr. taka til. 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.