Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 25
I úrskurði mannréttindanefndarinnar frá 3. mars 1978 (Dec. & Rep. 13.27) var fjallað um upptöku smyglvarnings. 1 úrskurði nefndar- innar er tekið fram, að upptaka smyglvarnings sé ráðstöfun, er eðli- legt sé að telja nauðsynlega í því skyni að tryggja greiðslu skatta eða annarra gjalda. Þótt ráðstöfun af því tági falli sem slík innan sviðs 2. málsgr. 1. gr., sé hins vegar ekki þar með sagt, að úrlausnar- vald nefndarinnar taki alls ekki til hennar. Það sé þvert á móti á valdi nefndarinnar að kanna, hvort tiltekin ráðstöfun sé þess eðlis, að hún geti með góðum rökum talist nauðsynleg vegna einhverra þeirra mark- miða, er upp séu talin í umræddum ákvæðum 1. gr., og hvort slík ráðstöfun sé í ákveðnu tilviki óhófleg með hliðsjón af markmiði því, sem hún á að þjóna. Orðrétt segir svo um þetta atriði í úrskurðinum: „The finding that the forfeiture of smuggled goods is a measure which as such comes under the scope of Article 1 (2) of the Protocol does not, however, bring it wholly outside the Commission’s control. The correct application of Article 1 (2) of the Protocol like that of any other provision of the Convention is in principle subject to the supervision of the Convention organs. This supervision includes, apart from the examination whether a certain measure is of such a kind that it can at all be reasonably considered as necessary for one of the pur- poses enumerated in the Article, an examination whether its appli- cation in the concrete case is not grossly disproportionate to its aim.“ Sem dæmi heimilla takmarkana á nýtingu eigna samkvæmt úrskurð- um mannréttindanefndarinnar má nefna ákvæði um hámark húsa- leigu, bann við notum eigin húsnæðis vegna búsetuskilyrða, áskilnað um leyfi til kaupa á landbúnaðarlandi, reglur um opnunartíma versl- ana og fyrirmæli um niðurrif háskalegra byggiriga. Kærumál út af skattheimtu og álagningu ýmissa annarra gjalda hef- ur oft komið til úrlausnar mannréttindanefndarinnar. Hefur ekki hvað síst komið til álita, hvort um mismunun á skattlagningu væri að ræða, er færi í bága við 1. gr. 1. samningsviðauka í tengslum við 14. gr. mannréttindasáttmálans. Engin dæmi eru hins vegar enn um það, að nefndin hafi talið, að í þessu tilliti væri um brot að ræða. VI. ÚRSKURÐUR MANNRÉTTINDANEFNDAR EVRÓPU FRÁ 7. MARS 1984 I BRESKU ÞJÓÐNÝTINGARMÁLUNUM. Áður en prentun greinar þessarar lauk, kvað mannréttindanefndin upp úrskurð sinn í bresku þjóðnýtingarmálunum, sem fyrr hefur verið vikið að. Verða nokkur atriði þeirrar úrlausnar rakin hér á eftir. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.