Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 15
of a State to enforce such laws as it deems necessary to control the use of property ... “). Þá eru skilyrðin um opinbera þágu („public interest“) og um almannaþágu („general interest“) afar matskennd í sjálfu sér. Úrlausnir mannréttindanefndarinnar og mannréttindadóm- stólsins bentu heldur ekki til þess, lengi vel, að öflugrar verndar væri að leita í umræddum ákvæðum 1. gr., eins og nefna má ýmis dæmi um. í tilefni af þjóðnýtingu stáliðnfyrirtækja í Bretlandi kærði hluthafi í slíku fyrirtæki yfir því, að lögþvingað afsal þeirra hluta, er hann átti í félaginu, fæli í sér brot á 1. gr. Hélt hann því meðal annars fram, að slíkar aðgerðir hefðu ekki verið nauðsynlegar til að markmiði þjóð- nýtingarlaganna yrði náð, þar sem þar hefðu dugað hlutabréfakaup á frjálsum markaði. Einnig taldi hann ófullnægjandi þær bætur, sem ákveðnar voru í lögunum. 1 tiltölulega stuttum úrskurði mannréttinda- nefndarinnar frá 29. maí 1967 (Coll. of Dec. 23.66, Yb. X.506) var meðal annars tekið fram, að þj óðnýtingarlögin hefðu miðað að því að koma stáliðnaðinum á traustan fjárhagsgrundvöll. Taldi nefndin, að umræddar ráðstafanir hefðu ekki farið út fyrir mörk þess svigrúms, sem aðildarríkin hefðu til réðstafana í opinbera þágu. Varð niður- staða nefndarinnar sú, að kæran væri ekki tæk til frekari meðferðar, þar sem hún hefði ekki við rök að styðjast („Manifestly ill-founded“). 1 dómi frá 7. desember 1976 (Handyside gegn Bretlandi) fjallaði mannréttindadómstóllinn meðal annars um það, hvort hald, sem lagt var á bækling nokkurn, færi í bága við 1. gr. 1. samningsviðauka. Dóm- stóllinn lagði áherslu á, að aðeins hefði verið lagt hald á bæklinginn til bráðabirgða, en síðari málsgr. 1. gr. tæki eingöngu til sviptingar eignaréttar. Umrætt hald félli hins vegar innan sviðs 2. málsgr. 1. gr., þar sem það varðaði not eigna. Dómstóllinn taldi, að ekki væri um brot að ræða á 1. gr. og lagði í rökstuðningi sínum meðal annars áherslu á, að aðildarríkjunum einum væri fengið vald til að meta, hvort slík af- skipti væru nauðsynleg („On the other hand the seizure did relate to „the use of property“ and thus falls within the ambit of the second paragraph. Unlike Article 10 (2) of the Convention, this paragraph sets the Contracting States up as sole judges of the „necessity" for an interference.“ Síðan er tekið fram, að úrlausnarvald dómsins tak- markist því við lögmæti og markmið skerðingarinnar (sjá nánar 62. gr. dómsins, sbr. Judgm. & Dec. 24). Þessi skoðun er áréttuð í dómi mannréttindadómstólsins frá 13. júní 1979 (Judgm. & Dec. 31). Eins og nánar verður vikið að síðar, hefur mannréttindanefndin litið svo á, að tilvísun 1. málsgr 1. gr. til grundvallarreglna þjóðaréttar gildi aðeins um útlendinga og að ríkisborgarar þess ríkis, sem hlut á 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.