Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 57
leysti ekki vandann. Máli skiptir, hvers vænta má almennt og skylt er að hver sá dómari víki sæti, sem réttmæt ástæða er til að ætla, að sé hlutdrægur. b) Slík ástæða er það ekki, að dómari hefur áður starfað sem sak- sóknari. í mannréttindasáttmálanum eru ekki dregin svo skörp skil. c) Hæstiréttur Belgíu hafði talið málsúrslit velta á því, hvort dóms- forsetinn hefði í raun haft afskipti af máli Piersack „sem löglærður starfsmaður ákæruvaldsins eða vegna þeirrar stöðu sinnar“. Þetta taldi mannréttindadómstóllinn ekki nægilegt og væri þörf á að taka tillit til skiplags starfa. Ef dómari hefur áður gegnt stöðu sem ákær- andi og hugsanlegt er að hann hefði þá fjallað um mál, sem er lagt fyrir hann sem dómara, má draga óhlutdrægni dómstólsins í efa án tillits til þess, sem í raun var, meðan dómarinn gegndi fyrra starfi. Niðurstaða: brot. 3. Lögmæltur dómstóll. Þetta atriði var talið svara til þess, sem um hafði verið fjallað. Niðurstaða: Ekki þörf á að fjalla um atriðið. II. 50. gr. (bótaákvæðið). Ákvörðun frestað. I dómnum var vísað til 4 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 7. LE COMPTE, VAN LEUVEN OG DE MEYERE. 50. GR. (BÆTUR). Dómur 18. október 1982. Aðildarríki: Belgía. Málinu var vísað til mannréttindadómstólsins 16. mars 1980 af mannréttindanefndinni og 23. apríl 1980 af ríkisstjórn Belgíu. Efnisdómur var kveðinn upp 23. júní 1981 af mannréttindadómstólnum fullskipuðum. Þessi dómur um bætur var hins vegar uppkveðinn af deild 7 dómara. Kærendur eru belgískir læknar, sem vegna agabrota höfðu orðið að sæta viðurlögum. Viðurlög voru í samræmi við belgísk læknalög ákveð- in af héraðsráðum og áfrýjunarráði læknastéttarinnar. I efnisdómi sínum hafði mannréttindadómstóllinn talið, að málsmeðferðin hjá þess- um ráðum samrýmdist ekki 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans af því að hún var fyrir luktum dyrum. Hæstiréttur Belgíu, þar sem mál eru rekin opinberlega, gat ekki fjallað um öll atriði málanna. Kærend- ur höfðu sett fram bótakröfur. I. Talið var, að 50. gr. gæti átt við. 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.