Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Blaðsíða 10
II. AÐDRAGANDI ÁKVÆÐA 1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA UM VERND EIGNARRÉTTAR Löngum hafa verið skiptar skoðanir um eignarrétt og vernd hans. Hefur verið sagt, að á engu sviði lögfræðinnar hafi mönnum gengið verr að halda stjórnmálaskoðunum og lögskýringarsjónarmiðum að- greindum. Ágreiningur af þessu tági kom skýrt fram við gerð Mann- réttindasáttmála Evrópu, og náðist ekki samkomulag um ákvæði til vei’ndar eignarrétti við samningu frumsáttmálans. Laganefnd Ráðgjafarþingsins fjallaði um drögin að Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Nefndin lagði í fyrstu til, að í sáttmálann yrði tekið ákvæði til verndar eignarrétti með vísan til 17. gi'. Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Um vernd eignarréttar voru hins vegar skiptar skoðanir bæði í laganefndinni og á fundi Ráðgjafar- þingsins í september 1949. Andmælendur verndar eignarréttar lögðu meðal annars áherslu á, að viðhorf til eignarréttar væru mismunandi eftir því, hvaða efnahagsstefnu væri fylgt, og því væri erfitt að kom- ast að niðurstöðu um einhverja þá skýrgreiningu eignarréttar, er al- mennrar viðurkenningar nyti. Einnig töldu sumir óréttmætt að taka ákvæði um vernd eignarréttar í mannréttindasáttmálann, án þess að jafnframt væri kveðið á um ýmis félagsleg réttindi, svo sem rétt til vinnu, orlofs, sómasamlegra lífskjara og ókeypis skólagöngu. Þó var meirihluti fyrir því í Ráðgjafarþinginu að taka ákvæði til verndar eignarrétti í mannréttindasáttmálann, en ekki náðist samkomulag um, hvernig slíkt ákvæði skyldi úr garði gert. Var þessu álitaefni vísað til laganefndarinnar á nýjan leik til frekari athugunar. Gaukur Jörundsson lauk lagaprófi 1959 og var næstu ár við framhaldsnám í Osló, Kaupmanna- höfn og Berlín, en þess á milli starfaði hann sem fulltrúi yfirborgardómara, hæstaréttarritari og lagakennari. Hann varð prófessor 1969 og varði árið eftir doktorsrit sitt: Um eignarnám. Frá 1974 hefur hann átt sæti í mannréttinda- nefnd Evrópu. Dr. Gaukur er auk þess formað- ur yfiríasteignamatsnefndar, höfundaréttar- nefndar og gerðardóms Verkfræðingafélagsins. — í greininni, sem hér er birt, er gerð grein fyrir 1. grein Fyrsta viðbótasamnings við mann- réttindasáttmála Evrópu, en þar er fjallað um vernd eignarréttar. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.