Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 10
II. AÐDRAGANDI ÁKVÆÐA 1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA UM VERND EIGNARRÉTTAR Löngum hafa verið skiptar skoðanir um eignarrétt og vernd hans. Hefur verið sagt, að á engu sviði lögfræðinnar hafi mönnum gengið verr að halda stjórnmálaskoðunum og lögskýringarsjónarmiðum að- greindum. Ágreiningur af þessu tági kom skýrt fram við gerð Mann- réttindasáttmála Evrópu, og náðist ekki samkomulag um ákvæði til vei’ndar eignarrétti við samningu frumsáttmálans. Laganefnd Ráðgjafarþingsins fjallaði um drögin að Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Nefndin lagði í fyrstu til, að í sáttmálann yrði tekið ákvæði til verndar eignarrétti með vísan til 17. gi'. Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Um vernd eignarréttar voru hins vegar skiptar skoðanir bæði í laganefndinni og á fundi Ráðgjafar- þingsins í september 1949. Andmælendur verndar eignarréttar lögðu meðal annars áherslu á, að viðhorf til eignarréttar væru mismunandi eftir því, hvaða efnahagsstefnu væri fylgt, og því væri erfitt að kom- ast að niðurstöðu um einhverja þá skýrgreiningu eignarréttar, er al- mennrar viðurkenningar nyti. Einnig töldu sumir óréttmætt að taka ákvæði um vernd eignarréttar í mannréttindasáttmálann, án þess að jafnframt væri kveðið á um ýmis félagsleg réttindi, svo sem rétt til vinnu, orlofs, sómasamlegra lífskjara og ókeypis skólagöngu. Þó var meirihluti fyrir því í Ráðgjafarþinginu að taka ákvæði til verndar eignarrétti í mannréttindasáttmálann, en ekki náðist samkomulag um, hvernig slíkt ákvæði skyldi úr garði gert. Var þessu álitaefni vísað til laganefndarinnar á nýjan leik til frekari athugunar. Gaukur Jörundsson lauk lagaprófi 1959 og var næstu ár við framhaldsnám í Osló, Kaupmanna- höfn og Berlín, en þess á milli starfaði hann sem fulltrúi yfirborgardómara, hæstaréttarritari og lagakennari. Hann varð prófessor 1969 og varði árið eftir doktorsrit sitt: Um eignarnám. Frá 1974 hefur hann átt sæti í mannréttinda- nefnd Evrópu. Dr. Gaukur er auk þess formað- ur yfiríasteignamatsnefndar, höfundaréttar- nefndar og gerðardóms Verkfræðingafélagsins. — í greininni, sem hér er birt, er gerð grein fyrir 1. grein Fyrsta viðbótasamnings við mann- réttindasáttmála Evrópu, en þar er fjallað um vernd eignarréttar. 212

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.