Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 55
að sjá um, að á hæfilegum fresti mætti taka upp til nýs mats hags- muni bæjarfélagsins og eigendanna. Sænsku eignarnámslögin frá 1972 gerðu ráð fyrir, að stytta mætti gildistíma eignarnámsheimilda, en kærendur gátu ekki borið lögin fyr- ir sig. Þessar heimildir og byggingai’bannið sem á var lagt fólu í sér sérstakar byrðar á kærendur, sem voru allt of þungar og því aðeins hefðu verið heimilar, að unnt hefði verið að leita eftir styttingu gildis- tímans eða bótum. Eftir sænskum lögum var hvorugt hægt á þeim tíma, sem máli skiptir, og enn er hið síðara ógerlegt. Niðurstaða: 1. gr. brotin á báðum kærendum. d) Byggingarbönn og 1. gr. Ekki var talin þörf á að fjalla um þetta efni. II. 17. og 18. gr. mannréttindasáttmálans í tengslum við I. viðbótar- samning 1. gr. I 17. og 18. grein eru lögskýringarreglur, sem ekki verða raktar hér, þar sem mannréttindadómstóllinn taldi ekki þörf á að fjalla um þær. III. 14. gr. sáttmálans í tengslum við I. viðbótarsamning 1. gr. I 14. gr. er hin almenna jafnræðisregla sett fram. Töldu kærendur hana brotna, en dómstóllinn taldi ekki, að það mætti ráða af gögnum málsin. Niðurstaða: ekki brot. IV. 6. gr. 1. mgr. sáttmálans. Kærendur byggðu á því, að sænskir dómstólar höfðu ekki og gátu ekki að sænskum lögum fjallað um eignarnámsheimildirnar. 1. Beiting 6. gr. sáttmálans. Hér segir í upphafi málsgreinarinnar: „Nú leikur vafi á um rétt- indi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt at- hæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmæltum dómstóli.“ Enski textinn hefst þannig: „In the determination of his civil rights and obligations or of any criminal charge against him . .. “ Dómstóllinn taldi, að hér væri um borgararéttindi („civil rights“) að tefla. Uppi væri alvarleg deil („contestation“, ,,dispute“) milli kær- enda og handhafa ríkisvalds í Svíþjóð um framlengingu langvarandi eignarnámsheimildar og ættu kærendur rétt á að fá þetta mál varðandi sænsk lög tekið fyrir í dómi. Niðurstaða: 6. gr. 1. mgr. varð beitt. 2. Meint brot á 6. gr. 1. mgr. 257

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.