Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 69
2. Óumdeilt var, að því skilyrði í 8. gr. 2. mgr. væri fullnægt, að röskun þurfi að hafa lögmætan tilgang. 3. Var röskunin „nauðsynleg“ í lýðfrjálsu þjóðfélagi? Hér er um að ræða skilyrði í 8. gr. 2. mgr. a) Almennt gildir, að við skýringu orðsins „nauðsynlegt“ hafa ríki visst matfrelsi, en ekki ótakmarkað. Röskun verður að svara til brýnna þjóðfélagsþarfa og má ekki ganga lengra en þarf vegna lögmæts mark- miðs, sem að er keppt. Skýra ber þröngt þau ákvæði mannréttindasátt- málans, sem heimila að rétti sé raskað. Taka ber tillit til þess, sem fylgir fangavist eftir venju og skynsamlegri þörf. Visst eftirlit þarf að vera með bréfaskiptum fanga, og er það ekki andstætt mannréttinda- sáttmálanum. b) Mannréttindadómstóllinn kannaði þær gerðir fangelsisyfirvalda, sem kærðar voru, á grundvelli ofangreindra meginreglna og atvika málsins. Niðurstaða: Brot nema varðandi 7 bréf. IV. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Kærendur byggðu einnig á því, að afskiptin af bréfunum væru brot á 10. gr„ sem fjallar um tjáningarfrelsi, en dómstóllinn taldi 8. gr. tæma sök eins og á stóð. V. 13. gr. sáttmálans. Kærendur byggðu einnig á því, að 13. gr. hefði verið brotin, en þar er mælt svo fyrir, að unnt skuli vera að leita réttar vegna brots á mannréttindasáttmálanum „á raunhæfan hátt fyrir opinberu stjórn- valdi“. Dómstóllinn fjallaði um brot á 13. gr. með hliðsjón af 8. gr. a) Almennt gildir, að maður á eftir 13. gr. að geta leitað réttar síns fyrir yfirvaldi í aðaldarríki, ef hann vill fá skorið úr rökstuddri („argu- able“) kröfu varðandi sáttmálabrot og leita leiðréttingar, þar sem það getur átt við. Hið „opinbera stjórnvald“ þarf ekki að fara með dóms- vald. Ef svo er ekki, verður að meta eftir valdsviði þess og úrræðum, sem það hefur til að tryggja réttindi þau, sem mannréttindasáttmál- inn greinir, hvort það getur „á raunhæfan hátt“ gegnt því hlutverki, sem 13. gr. mælir fyrir um. Mörg úrræði geta verið fullnægjandi tek- in saman, þótt hvert um sig séu þau það ekki að fullu. Ekki er þess krafist í 13. gr„ að aðildarríki fari tiltekna leið til að tryggja réttindi þau sem sáttmálinn geymir, t.d. að þau geri hann að innanríkisréttar- reglum. En sú aðferð, sem ríki velur, hefur áhrif á, hvernig 13. gr. verður beitt. 271

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.