Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 35
4.3.3 Margræðni eða einföldun Það flókna ferli sem greina má í lögskýringarstarfi mannréttindadómstólsins, þegar lögskýringarsjónarmið, sjónarmið um valdmörk dómstólsins og stofnana aðildarríkjanna eða annarra stofnana Evrópuráðsins, koma saman, hafa kallað á nýjar áherslur í skýringu og greiningu dóma dómstólsins. Þannig hefur því verið haldið fram að röksemdafærsla dómstólsins verði ekki skilin út frá hefðbundnum sjónarmiðum og formlegri rökfræði, heldur verði að viðurkenna margræðni hugtaka og ákvæða og það að ekki verði stuðst við annaðhvort - eða sjónarmið, heldur verði að viðurkenna stigsmun og matskennd sjónarmið við úrlausn einstakra mála.57 Það verði því að viðurkenna og taka mið af því, að ákvæðunum verði ekki beitt með einföldum hætti, með því að færa staðreyndir til lagaákvæða, heldur sé um mun flóknara ferli að ræða, þar sem taka verði mið af mun fleiri og óvissari þáttum, en almennt er viðurkennt í fræðikenningum um lögskýringu, einkum í kenningum vildarréttarins um túlkun og beitingu lagaákvæða. 4.4 Lögskýringarsjónarmið í landsrétti og áhrif mannréttindasáttmálans á lögskýringu Stutt yfirlit hér að framan um skýringaraðferðir við beitingu Mannréttinda- sáttmála Evrópu nægir til að varpa ljósi á að verulegur munur er á lögskýring- arsjónarmiðum sem beitt er við túlkun mannréttindasáttmálans og hefðbundn- um túlkunaraðferðum í landsrétti. Það er ekki ætlun mín að halda því fram að við túlkun landsréttar, þar sem reynir með einum eða öðrum hætti á mann- réttindavernd, eigi nú í öllu að fara eftir skýringarsjónarmiðum þeim sem lýst hefur verið og rót eiga að rekja til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu. Hins vegar ætti að vera ljóst mikilvægi þess að við lagaframkvæmd sé tekið mið af niðurstöðum stofnana Evrópuráðsins og að við mat á niður- stöðum verður ekki hjá því komist að þekkja til forsendna þeirra og til aðferða- fræði dómstólsins. Það ætti einnig að vera ljóst að hefðbundin skýringarsjónar- mið í íslenskum rétti, sem mjög byggjast á löggjafarviljanum; texta- og tilgangsskýringar lagaákvæða með tilliti til lögskýringargagna, og almennar lögskýringarreglur um rýmkandi og þrengjandi skýringu, lex posterior og lex specialis, duga skammt, þegar fengist er við meginreglur um réttindi borg- aranna, pólitískar aðgerðir til almannaheilla og meðalhóf við beitingu þeirra aðgerða. Hins vegar verður við skýringu laga nr. 62/1994 ekki litið fram hjá því að ákvæðum laganna er ekki tryggður neinn forgangur eða rétthæð umfram 57 Sjá m.a. Mireille Delmas-Marty: „The Richness of Underlying Legal Reasoning“. The European Convention for the Protection of Human Rights: International Protection Versus National Restrictions (Mireilie Delmas-Marty ritstj.), Martinus Nijhoff Publishers, 1992, bls. 319-341, sbr. og í sama riti Francois Ost: „The Original Canons of Interpretation..“, bls. 312. Talað er um „fuzzy-logic“ sem andstæðu formlegrar rökfræði (binary logic), sem byggir á því að fullyrðingar séu annað hvort sannar eða ósannar. 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.