Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 10
Segja má að forsendurnar hafi verið þær, þótt ekki væru þær sérstaklega skilgreindar, að gengið var út frá því annars vegar að dómarar gætu haft einhver aukastörf með höndum og hins vegar að þau yrðu að vera innan þeirra marka að samrýmst gæti dómarastarfinu og þau mættu ekki verða til þess að dómarar skiluðu ekki dómstörfum sínum með óaðfinnanlegum hætti. Vandinn var og er fyrst og fremst sá að gera sér grein fyrir því hvar þau mörk liggja og sá vandi verður ekki leystur í þessum skrifum. Hér má vissulega byrja á því að spyija hvort það sé að öllu leyti heppilegt að dómarar fari aldrei með nein störf önnur en dómstörf. Geta því ekki fylgt ákveðnir kostir að dómarar kynnist og taki þátt í gangi mála sem eru utan lögbundins verksviðs þeirra? Er ekki stundum talað um það af vandlætingu að dómarar lifi í fílabeinstumi án nokkurra tengsla við það sem utan hans gerist? Ganga má út frá því sem vísu að dómarar séu lang flestir á þeirri skoðun að óæskilegt sé að þeir lokist í einhvers konar einangmn svo ekki sé talað um sé það gert með valdi. Hér er að sjálfsögðu ekki einvörðungu um launuð aukastörf að ræða heldur ýmiss konar almenna þátttöku í þjóðlífinu. Því má heldur ekki gleyma að aðilar stjórnsýsludeilu óska oft á tíðum eftir því að dómari verði kvaddur til að taka þátt í að úrskurða í deilunni. Eins og fyrr segir má telja það almenna skoðun dómara að ekki sé ástæða til að þeir útilokist ffá öllum aukastörfum. Dómsmálaráðherra virðist og svipaðrar skoðunar og álitamál er hvort þau viðbrögð við fýrirspuminni um störf dómara fyrir framkvæmdarvaldið og svari dómsmálaráðherra, sem komið hafa fram þegar þetta er ritað, gefa tilefni til þess að ætla að almenn andstaða sé gegn því að dómarar hafi aukastörf með höndum. Það er hins vegar alveg ljóst að hér verður að gæta hófstillingar. í fyrsta lagi verður að gæta þess að aukastörf dómara komi ekki niður á aðalstarfi þeirra. í öðm lagi verða aukastörfin að vera þess eðlis að þau rýri ekki virðingu dóms- valdsins. I þriðja lagi er æskilegt að aukastörfin geri ekki dómara vanhæfa til meðferðar einstakra dómsmála, þótt erfitt sé að sjá við því fyrirfram, þegar um stjómsýslustörf er að ræða. Að því gefnu að hér sé um að ræða mörk sem ekki skuli farið yfir þá hlýtur sú spuming að vakna hver eigi að gæta þess að það sé ekki gert. Æskilegast er að dómarar gæti þessa sjálfir. Þrautþjálfuð tilfmning þeirra íyrir því hvað er rétt og hvað er rangt ætti að duga langt til þess að komast að eðlilegri niðurstöðu. Hins vegar má þó ekki gleyma því að enginn er dómari í eigin sök og þegar eigin hagur er annars vegar þá er ákveðin hætta á að dómgreindin brenglist. Þá mætti vel hugsa sér að Dómarafélag Islands kæmi á fót einhvers konar nefnd eða ráði til að gegna þessu hlutverki. I síðasta og versta falli væri hægt að setja lagaákvæði um þetta efni og koma einnig á fót einhverjum aðila til að sjá um framkvæmd þeirra. Hvemig sem að þessum málum verður staðið í framtíðinni er full ástæða til að hvetja til áframhaldandi umræðu um þau sem leitt gæti til ásættanlegrar lausnar til frambúðar. 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.