Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 17
rökum og annarlegum kenndum sem eiga sér rætur í uppeldi okkar. Er t.d. ekki eitthvað siðferðilega bogið við þær kenndir sem gjarnan skjóta upp kollinum þegar talað er um að menn geti ekki unað sér hvildar fyrr en réttlæti hafi verið fullnægt með afplánun sektar hins seka? Það er e.t.v. skiljanlegt að sá er fyrir skaða verður bregðist þannig við, en er það rétt í sjálfu sér að óska einhverjum sársauka eða þjáningar? Ætti það ekki að standa okkur nær að finna til samúðar með þeim er leiðst hefur til óhæfuverka? Hér er það ekki fullnægjan sem fæst við þá tilhugsun að samfélaginu hafi verið forðað frá meiri skaða sem notuð er til þess að réttlæta refsinguna, heldur fullnægjan sem fæst af því að vita hinn seka þjást. í vitund alls þorra fólks virðast vera innbyggð einhver tengsl milli sektar og þjáningar. Þessi hugmynd er að mínu mati í besta falli röng. Eg held að þegar öllu er á botninn hvolft þá geti það aðeins verið breyting á karakter hins seka sem bætt getur fyrir þau rangindi sem framin hafa verið. V. Niðurstaða mín er þá eitthvað á þessa leið: Refsingar eru staðreynd og án þeirra er vegið að undirstöðum samfélags okkar, en réttlæting þeirra má ekki byggja á sleggjudómum og tilhöfðun til ógildra raka. Rétt eins og við höfum með okkur reglur um notkun tungumáls okkar til þess einfaldlega að geta skilið hvert annað, þá þurfum við reglur um það hvemig við hegðum okkur í samfélagi hvert við annað. An þeirra fær sam- félagið ekki þrifist. Vandinn er hins vegar hvemig við beitum viðurlögunum. Ég sagði hér áðan að það sem nytjastefnumaðurinn bendir á hafi nokkurt gildi sem réttlæting refsinga, en við lendum á villigötum ef við teljum eitthvert eitt atriði svo sem fælingu frá afbrotum eða siðbót hins seka einu gildu réttlætinguna. Eins hefur gjaldstefnumaðurinn nokkuð til síns máls þegar hann segir, að við myndum tæpast tala um refsilöggjöf sem studd er refsingum, ef kerfið byggðist ekki á því að við gættum þess eftir fremsta megni að refsa einungis þeim sem brotið hafa lögin og kallst því sekir. Þessu til viðbótar skulum við hafa hugfast að það réttlætir einnig tilvist refsinga að sá er afbrot hefur framið fái að njóta þess réttar síns að létta á samvisku sinni með afplánun og endurreisi þannig æru sína. Ég ýjaði að því hér að vandinn sem við er að glíma eigi sér rætur í uppeldi. Ég held að nokkur misbrestur sé á því að bömum sé kennt að skilja hvað það er að setja sig í spor annarra - hvað það er að sýna hlutskipti annarra samúð og skilning. Rétt eins og samfélagið, þá kenna foreldrar reglur og viðurlög við brotum þeirra. Eini lærdómurinn sem af þessu hefst em háttvísi og hyggindi, ekki siðleg breytni. Ég vil í þessu sambandi vitna til hugmynda Páls S. Ardal um samúðarskilning, þar sem hann dregur fram ofureinfalda en alskýra mynd af þessum vanda. Hann segir:3 í stað þess að refsa Nonna sem dregur systur sína á hárinu þá ættum við að reyna að fá hann til þess að skilja, að slíkt geri maður 3 Páll S. Árdal: Um siðferði og mannlegt eðli. HÍB. Reykjavík 1982, bls. 31-32. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.