Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 8
7.4 Reglur um eigin sök (meðábyrgð) tjónþola 7.5 Sakarskipting samkvæmt 49. gr. 8. SKÝRING Á SAMBÆRILEGUM BÓTAREGLUM í DÖNSKUM OG NORSKUM RÉTTI 8.1 Inngangur 8.2 Danskur réttur 8.3 Norskur réttur 9. DÓMUR HÆSTARÉTTAR í MÁLINU NR. 324/1998 9.1 Reifun dómsins 9.2 Þýðing dóms Hæstaréttar í málinu nr. 324/1998 fyrir beitingu 49. gr. í framtíðinni 10. SAMANTEKT Á EFNI GREINARINNAR 1. INNGANGUR Á síðustu árum hafa gengið í Hæstarétti nokkrir dómar, þar sem deilt hefur verið um rétt til skaðabóta á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga, 39/1978. Það er varla ofmælt, að bætur samkvæmt hinu tilgreinda ákvæði hafa verið í meira lagi torsóttar. Þann 21. janúar 1999 gekk í Hæstarétti dómur í málinu nr. 324/1998, þar sem tjónþola voru játaðar bætur á grundvelli ákvæðisins og teljast það nokkur tíðindi, þótt slíkt sé ekki einsdæmi. I þessari grein er ætlunin að fjalla um bótaákvæðið í 49. gr. þinglýsingalaga. Verður leitast við að lýsa því réttar- sögulega samhengi, sem ætla má að ákvæðið eigi heima í. Til þess að slíkt sé unnt verður að fjalla nokkuð um þróun reglna um bótaábyrgð hins opinbera, einkum ríkisins, á Norðurlöndum. Að því búnu verður fjallað um forsögu 49. gr. þinglýsingalaga sérstaklega og þar næst um þá dóma, sem gengið hafa á grundvelli ákvæðisins. Loks verður vikið að framangreindum dómi og leitt get- um að áhrifum hans á beitingu ákvæðisins í framtíðinni. Tekið skal fram til áréttingar, að um skaðabótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga á tjóni, sem verður í starfrækslu þeirra, sem telst einkaréttar eðlis, gilda sömu reglur og um ábyrgð einkaaðilja. M.ö.o. á því sviði eiga við reglur hins almenna skaðabótaréttar.1 Hér verður einungis fjallað um bótaábyrgð ríkisins á tjóni, sem valdið er í opinberri sýslan, þ.e. í stjórnsýslu.2 Til frekari afmörkunar skal þess getið, að í fyrri hluta greinarinnar er almennt átt við ólögfest tilvik, en meginefni greinarinnar varðar þó eðli málsins samkvæmt lögfest tilvik, þ.e. 49. gr. þinglýsingalaga. Ekki verður hér fjallað sérstaklega um bótaábyrgð sveitar- félaga. 1 Sjá t.d. Arnljótur Björnsson: Afmælisrit Gauks Jörundssonar, bls. 28 og Gizur Bergsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni, bls. 83. 2 Leitast er við að nota hugtakið stjómsýsla hér í sömu merkingu og kemur fram í grein Björns Þ. Guðmundssonar: „Hvað er stjórnsýsla samkvæmt stjómsýslurétti?“. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1985, bls. 194. Stjómsýsla samkvæmt stjórnsýslurétti er sú starfsemi í þjóðfélaginu, sem því aðeins getur farið fram, að fyrir hendi séu þær heimildir, sem felast í hugtakinu framkvæmdarvald í 2. gr. stjómarskrárinnar, en með því er átt við það vald, sem stjómvöld samkvæmt lögum á hverjum tíma mega ein fara með. 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.