Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 11
undantekningartilvik, þar sem skaðabótaábyrgðin byggist á hlutlægum grund- velli.8 í Noregi gilda sömu reglur um vinnuveitendaábyrgð ríkisins (og sveitar- félaga) og einkaaðilja, en reglur þessar eru lögfestar í 2. kafla norsku skaða- bótalaganna 26/1969 með síðari breytingum. Reyndar er litið svo á, að á sum- um sviðum í sýslu hins opinbera, t.d. þjónustustarfsemi eins og rekstri vita og þ.h., verði að leggja til grundvallar vægara sakarmat en almennt gerist. í öðrum tilvikum, eins og t.d. þegar um líkamstjón er að ræða, gæti komið til strangara sakarmat en leiðir af almennum reglum.9 Einnig er viðurkennt í norskum rétti, að ríkið geti borið skaðabótaábyrgð á hlutlægum grundvelli, bæði í sama mæli og einkaaðiljar, en einnig geti komið til hlutlæg ábyrgð ríkisins á tilteknum sviðum.10 I sænskum rétti er staðan einnig sú, að kveðið er á um það í skaðabóta- lögunum 207/1972 með síðari breytingum, gr. 3.2, að ríki og sveitarfélög skuli bæta líkamstjón, munatjón og almennt fjártjón, sem valdið er með mistökum eða vanrækslu í stjómsýslu eða annarri framkvæmd, sem fram fer á ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Abyrgðin er, að því er tekur til hins skaðabótaskylda tjóns, víðtækari en vinnuveitendaábyrgð almennt, þar sem ábyrgð ríkis og sveitar- félaga tekur einnig til almenns fjártjóns. Ábyrgðin er á hinn bóginn takmörkuð með tvennum hætti, þ.e. hún tekur ekki til tjóns, sem leiðir af ákvörðunum löggjafarþingsins (Riksdagen) eða rrkisstjórnarinnar, né heldur Hæstaréttar eða Ríkisréttarins (Regeringsratten), sbr. gr. 3.7. Einnig er rrkið (og sveitarfélög) undanþegið ábyrgð á tjóni, sem verður vegna starfsemi hafnsögumanna (lóðsa), sbr. gr. 3.9.11 Fyrir gildistöku sænsku skaðabótalaganna frá 1972 var það almenn regla í sænskum rétti, að rrkið bæri ekki ábyrgð á tjóni þegnanna eða lögaðilja, sem valdið var í stjórnsýslunni.12 Ekki sýnist vera um það að ræða í ólögfestum tilvikum, að ábyrgð verði lögð á ríkið á hlutlægum grundvelli samkvæmt sænskum rétti. í finnsku skaðabótalögunum frá 1974 með síðari breytingum eru áþekk ákvæði um skaðabótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga og í sænsku skaðabóta- lögunum. 8 Orla Friis Jensen: „Offentligretlig erstatningsansvar" t ritinu Forvaltningsret, almindelige emner, bls. 487. 9 Sbr. Peter Lndrup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 170-176, einkum bls. 175-176. Sem dæmi um vægt sakarmat við mat á bótaábyrgð ríkisins nefnir Lpdrup dóm í Rt. 1970, bls. 1154 (Tirranna- dóminn), en þar var deilt um ábyrgð ríkisins á skipsskaða, sem varð vegna þess að viti logaði ekki, því gasið á honum var búið. Ríkið var sýknað í málinu. 10 Viggo Hagström: Offentligrettslig erstatningsansvar, bls. 112-242, þar sem fjallað er ítarlega um hlutlæga ábyrgð ríkins samkvæmt norskum rétti á framangreindum tveimur sviðum. 11 Sjá t.d. Jan Hellner: Skadestándsratt, bls. 447-448. 12 Jan Hellner: Skadestándsrátt, bls. 443. 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.