Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 12
2.3 Þróunin í íslenzkum rétti í íslenzkum rétti hefur líka orðið veruleg þróun á þessari öld, sem segja má að hafi hnigið í sömu átt og þróunin á öðrum Norðurlöndunum, þ.e. að auka ábyrgð ríkisins á tjóni, sem valdið er í stjómsýslunni. Hefur þetta gerzt með tvennum hætti. Annars vegar þannig, að sett hafa verið sérlagaákvæði um ábyrgð ríkisins í einstökum tilvikum. Hins vegar þannig, að fræðimenn og dóm- stólar hafa viðurkennt, að það sé gildandi réttur á íslandi, að ríkið beri ábyrgð á tjóni, sem borgararnir eða lögpersónur verða fyrir, sem valdið er með sak- næmum hætti í stjórnsýslu. Ekki er útilokað, að til þess geti komið, að ríkið verði skaðabótaskylt, þótt tjóni sé ekki valdið með saknæmum hætti. Þessi þróun sýnist hafa farið seinna af stað hérlendis en á öðrum Norður- löndunum. Minnt skal á þá skoðun Einars Arnórssonar, sem kom fram í grein- argerð um bótaábyrgð ríkisins, er lögð var fram á norræna lögfræðingamótinu árið 1931, að utan lögfestra tilvika væri varla um það að ræða, að ríkissjóður yrði knúinn til skaðabótaábyrgðar. í ritgerð Gizurar Bergsteinssonar, sem birt var 1940, er fjallað um fébóta- ábyrgð ríkisins, en það mál telur hann þá eitt af mestu vafaatriðum lögfræð- innar.13 Niðurstaða höfundarins um gildandi rétt er ekki skýr. Þó má sjá, að hann telur ýmis gild rök standa til þess, að ríkið beri ábyrgð í ólögfestum til- vikum. Hann telur ekki hægt að draga ályktanir af þeim dómum, sem þá höfðu gengið, en bendir á í lok greinarinnar að löggjafarvaldið þurfi að láta þetta málefni meira til sína taka og lögfesta ábyrgð ríkisins á ýmsum sviðum. At- hyglisvert er, að höfundurinn nefnir sérstaklega, að það „... þyrfti að setja lög urn ábyrgð ríkisins á mistökum við þinglestur. Er ætlanda, að það verði gert við samning hinna væntanlegu þinglýsingalaga“.14 í fyrri útgáfu af stjórnarfarsrétti sínum, sem út kom 1955, fjallar Olafur Jóhannesson um skaðabótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga vegna aðgerða starfs- manna þeirra. Höfundur telur, að hiklaust megi segja, að á síðustu árum fyrir útgáfu bókarinnar hafi orðið breyting á afstöðu íslenzks réttar á þessu sviði. Hann segir svo í bók sinni: „... fébótaábyrgð hins opinbera vegna aðgerða opinberra starfsmanna á almennt við efnisrök að styðjast. Verður því að telja eðlilegt, að dómstólar geti lagt slíka ábyrgð á hið opinbera án beinnar heimildar í settum lögum“.15 Að því búnu fjallar hann um dómaframkvæmd á þessu sviði og að þeirri skoðun lokinni dregur hann þá ályktun, að það beri að telja það viðurkennda meginreglu í íslenzkum rétti, að dómstólar geti, án sérstakrar lagaheimildar, þegar efnisrök standi til, dæmt hið opinbera skaðabótaskylt vegna misferlis starfsmanna þess í opinberri sýslu. Höfundur tekur líka fram, að ekki virðist ástæða til að einskorða ábyrgðina við það, að aðgerðir starfsmanna hins opinbera feli í sér réttarbrot af þeirra hálfu.16 13 Gizur Bcrgsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Amórssyni, bls. 76-102, hér bls. 76. 14 Gizur Bergsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Amórssyni, bls. 102. 15 Ólafur Jóhannesson: Stjómarfarsréttur. 1. útg., bls. 352-353. 16 Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur. 1. útg. bls. 360 og bls. 362. 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.