Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 12
2.3 Þróunin í íslenzkum rétti
í íslenzkum rétti hefur líka orðið veruleg þróun á þessari öld, sem segja má
að hafi hnigið í sömu átt og þróunin á öðrum Norðurlöndunum, þ.e. að auka
ábyrgð ríkisins á tjóni, sem valdið er í stjómsýslunni. Hefur þetta gerzt með
tvennum hætti. Annars vegar þannig, að sett hafa verið sérlagaákvæði um
ábyrgð ríkisins í einstökum tilvikum. Hins vegar þannig, að fræðimenn og dóm-
stólar hafa viðurkennt, að það sé gildandi réttur á íslandi, að ríkið beri ábyrgð
á tjóni, sem borgararnir eða lögpersónur verða fyrir, sem valdið er með sak-
næmum hætti í stjórnsýslu. Ekki er útilokað, að til þess geti komið, að ríkið
verði skaðabótaskylt, þótt tjóni sé ekki valdið með saknæmum hætti.
Þessi þróun sýnist hafa farið seinna af stað hérlendis en á öðrum Norður-
löndunum. Minnt skal á þá skoðun Einars Arnórssonar, sem kom fram í grein-
argerð um bótaábyrgð ríkisins, er lögð var fram á norræna lögfræðingamótinu
árið 1931, að utan lögfestra tilvika væri varla um það að ræða, að ríkissjóður
yrði knúinn til skaðabótaábyrgðar.
í ritgerð Gizurar Bergsteinssonar, sem birt var 1940, er fjallað um fébóta-
ábyrgð ríkisins, en það mál telur hann þá eitt af mestu vafaatriðum lögfræð-
innar.13 Niðurstaða höfundarins um gildandi rétt er ekki skýr. Þó má sjá, að
hann telur ýmis gild rök standa til þess, að ríkið beri ábyrgð í ólögfestum til-
vikum. Hann telur ekki hægt að draga ályktanir af þeim dómum, sem þá höfðu
gengið, en bendir á í lok greinarinnar að löggjafarvaldið þurfi að láta þetta
málefni meira til sína taka og lögfesta ábyrgð ríkisins á ýmsum sviðum. At-
hyglisvert er, að höfundurinn nefnir sérstaklega, að það „... þyrfti að setja lög
urn ábyrgð ríkisins á mistökum við þinglestur. Er ætlanda, að það verði gert við
samning hinna væntanlegu þinglýsingalaga“.14
í fyrri útgáfu af stjórnarfarsrétti sínum, sem út kom 1955, fjallar Olafur
Jóhannesson um skaðabótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga vegna aðgerða starfs-
manna þeirra. Höfundur telur, að hiklaust megi segja, að á síðustu árum fyrir
útgáfu bókarinnar hafi orðið breyting á afstöðu íslenzks réttar á þessu sviði.
Hann segir svo í bók sinni: „... fébótaábyrgð hins opinbera vegna aðgerða
opinberra starfsmanna á almennt við efnisrök að styðjast. Verður því að telja
eðlilegt, að dómstólar geti lagt slíka ábyrgð á hið opinbera án beinnar heimildar
í settum lögum“.15 Að því búnu fjallar hann um dómaframkvæmd á þessu sviði
og að þeirri skoðun lokinni dregur hann þá ályktun, að það beri að telja það
viðurkennda meginreglu í íslenzkum rétti, að dómstólar geti, án sérstakrar
lagaheimildar, þegar efnisrök standi til, dæmt hið opinbera skaðabótaskylt
vegna misferlis starfsmanna þess í opinberri sýslu. Höfundur tekur líka fram, að
ekki virðist ástæða til að einskorða ábyrgðina við það, að aðgerðir starfsmanna
hins opinbera feli í sér réttarbrot af þeirra hálfu.16
13 Gizur Bcrgsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Amórssyni, bls. 76-102, hér bls. 76.
14 Gizur Bergsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Amórssyni, bls. 102.
15 Ólafur Jóhannesson: Stjómarfarsréttur. 1. útg., bls. 352-353.
16 Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur. 1. útg. bls. 360 og bls. 362.
164