Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 21
Ljóst er því, að mistök þinglýsingarstjóra lágu fyrir. Það er hins vegar eigin sök H, sem fólst í því að nota sex vikna gamalt veðbókarvottorð við samningu skuldabréfins, sem leiðir til algers brottfalls bótaréttar hans. H 1995 2480 Verðbréfasjóðurinn V, sem rekinn var af verðbréfafyrirækinu S, fékk framselt skuldabréf upphaflega að fjárhæð kr. 1.250.000. Skuldabréfið var gefið út af hluta- félaginu Skipagötu 13, Akureyri og tryggt með 2. veðrétti og uppfærslurétti í húsinu Skipagata 13, ásamt lóðarréttindum. Utgefandi framseldi öðru tengdu hlutafélagið skuldabréfið, sem svo aftur framseldi það til S, en í framhaldi af því keypti V það. Skuldabréfið komst í vanskil og var húsið Skipagata 13 selt nauðungarsölu til fulln- ustu á áhvílandi veðskuldum. Við nauðungarsöluna kom í ljós, að húsið var án lóðar- réttinda og hafði svo verið lengi. V var hæstbjóðandi og fékk eignina útlagða sér. Honum var síðan gert að fjarlægja húsið og fékk hann ekkert fyrir það. Hann taldi sig verða fyrir miklu tjóni við það að fá ekki fullnustu kröfu sinnar og verða að auki fyrir kostnaði við að fjarlægja húsið o.fl. V höfðaði mál á hendur nkissjóði til heimtu skaðabóta vegna tjóns síns og byggði kröfuna á 49. gr. þinglýsingalaga. I dómi Hæstaréttar er á það fallizt, að þinglýsingarstjóra hafi orðið á mistök, þar sem hann hefði látið undir höfuð leggjast að gera þá athugasemd, að þinglýst lóðarréttindi væm ekki fyrir hendi. Síðan segir, að S sé fyrirtæki, sem kaupi og selji verðbréf og að upplýst sé, að starfsmenn þess hafi ekki aflað neinna gagna áður en skuldabréfið var tekið til sölumeðferðar og V hafi keypt bréfið samdægurs. Er tekið fram í forsendum dóms Hæstaréttar, að veðbókarvottorð eða ljósrit úr þinglýsingabók ,,... hefði borið með sér, að eitthvað var athugavert við lóðarréttindin og vottorð frá Fasteignamati ríkisins hefði sýnt, að engin lóðarréttindi fylgdu eigninni“. Þá er vísað til þess, að eignin var í uppboðsmeðferð og þeim, sem fylgdust með málefnum Akureyrarbæjar mátti vera kunnugt um, að lóðarréttindi vom að minnsta kosti umdeild. Með vísan til þessa er talið, að verðbréfafyrirtækið hefði komizt að því með lágmarksaðgæzlu, að engin lóðarréttindi fylgdu eigninni. Hefðu starfsmenn þess sýnt af sér svo stór- kostlegt gáleysi, að það ætti að leiða til þess að sýkna bæri ríkið af skaðabótakröf- unni. Hér er svipuð staða uppi og áður. Fallizt er á mistök þinglýsingarstjóra, en eigin sök leiðir til algers brottfalls bótaréttar. Sýnist á því byggt, að gera eigi ríkari kröfur til tjónþola í þessu máli, þar sem hann sé verðbréfasjóður og hafi fengið bréfin frá verðbréfafyrirtæki. í þessu sambandi eru umhugsunarverð hin tilvitnuðu orð í forsendunum, þar sem byggt á er getgátum um það, hvað skjöl, sem ekki voru gefin út, hefðu borið með sér. Einnig er umhugsunarvert, að byggt sé á því í forsendum, hvað þeim sem eitthvað fylgdust með málefnum Akureyrarbæjar mátti vera kunnugt. Verðbréfasjóðurinn og verðbréfafyrirtækið voru ekki með starfsstöðvar á Akureyri. H 1995 2886 B var sölu- og þjónustuaðili fiskvinnsluvéla. Hann hafði selt E fjölda fiskvinnsluvéla og sinnti viðgerðar- og viðhaldsþjónustu við þær. E lenti í vanskilum við B og varð að ráði, að E gaf út skuldabréf í nóvember 1991 til tryggingar greiðslu skuldar 173
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.