Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 27
á hendur ríkinu. Samrýmist þetta almennri beitingu á reglum um sennilega af-
leiðingu? Telja verður að svo sé ekki. Þvert á móti er það hin almenna regla, að
háttsemi þriðjamanns, jafnvel þótt saknæm sé, leysi þann ekki undan bóta-
skyldu, sem ber upphaflega ábyrgð á hinu ólögmæta ástandi.43 Að því er varðar
H 1998 1227, eru atvik í málinu nokkuð önnur og má fallast á niðurstöðuna,
þótt eðlilegra hefði verið að byggja á því, að ekki væru orsakatengsl milli þess
hluta tjónsins, sem hafnað var að bæta, og þinglýsingarmistakanna.
7.4 Reglur um eigin sök (meðábyrgð) tjónþola
í upphafi 49. gr. er tekið fram, að sá sem fyrir tjóni verður eigi ekki rétt til
bóta, ef hann á sjálfur sök á því. Orðalagið er með þeim hætti, að áskilið er, að
„... bótakrefjandi eigi ekki sjálfur sök á [tjóninu]“.
í a lið er einnig tekið fram, að aðili þuifi að vera grandlaus.
Af orðalagi 49. gr. að þessu leyti virðist ekki tilefni til að líta svo á að skýra
eigi reglur ákvæðisins um eigin sök með öðrum hætti en almennar reglur leiða
til. Ýmis önnur rök leiða til hins sama, svo sem samræmi við reglur um bóta-
ábyrgð vegna þinglýsingarmistaka, sem 49. gr. tekur ekki til. Skýringar í grein-
argerð ganga hins vegar lengra. Þar segir í framhaldi af þeim orðum, sem vitnað
er til að framan, svo: „Það á einnig við, ef sá, er bótakrefjandi leiðir rétt sinn
frá, á sök á tjóni, svo og t.d. ef starfsmaður bótakrefjanda á sök á þessum mis-
fellum eða annar sá maður, sem bótakrefjandi ber að þessu leyti „ábyrgð“ á“.
I fjórum þeirra dóma, sem reifaðir eru að framan, er sýknað á þeim grund-
velli, að tjónþoli hafi verið meðábyrgur að tjóninu, og að slíkt eigi að leiða til
algers brottfalls bótaréttar hans. Dómarnir eru:
H 1993 644
G, sem var við nám í viðskiptafræði, átti að sýna aðgæzlu við kaup verðbréfa og
kanna þinglýstar kvaðir, þótt skuldabréfum hafi verið þinglýst án athugasemda.
H 1994 2605
Lögfræðingur H notaði sex vikna gamalt veðbókarvottorð þegar hann samdi skulda-
bréf. Skuldabréfinu var síðan þinglýst án athugasemda, þrátt fyrir að það tilgreindi
ekki veðskuld, sem á eigninni hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu var hann talinn hafa sýnt
slíka óvarkámi, að það girti fyrir rétt H til bóta.
H 1995 2480
Ýmis atvik, s.s. fyrri uppboðsauglýsingar, kunnugleiki um málefni Akureyrarbæjar
o.fl., áttu að leiða til þess, að verðbréfafyrirtæki átti að kanna sjálfstætt, hvort lóðar-
réttindi fylgdu tiltekinni fasteign, en skuldabréf með veði í fasteign og lóðarréttind-
um hafði verið þinglýst án athugasemda. Hér var talið, að gáleysi væri svo stórkost-
legt, að alger missir skaðabótaréttar leiddi af.
43 Bo von Eyben, j0rgen Norgaard og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 289.
179